þriðjudagur, 30. maí 2006

Þögn í húsinu

Ísak fór í gærmorgun vestur í Dali, á slóðir Leifs Eiríkssonar, með bekknum sínum. Þau hafa verið að læra um landnámið í vetur og þessi ferð er endapunkturinn á góðum vetri hjá þeim. En það sem gerist þegar Ísak er ekki heima, er að það verður dauðaþögn í húsinu (eða nánast). Þegar Ísak er heima þá hringir dyrabjallan nefnilega linnulaust og hið sama gildir um símann, það er alltaf verið að spyrja eftir honum. Sem er hið besta mál, betra að barnið eigi marga vini en enga, en stundum getur maður orðið ansi þreyttur á þessum sífelldu hringingum og látum. En eins og þögnin getur verð góð inn á milli þá má hún heldur ekki standa of lengi. Þannig að það er bara gott að drengurinn er að koma heim í dag ;-)

Engin ummæli: