þriðjudagur, 30. maí 2006
Gleymdi að segja frá því
Þögn í húsinu
sunnudagur, 28. maí 2006
Það er alltaf eitthvað...
fimmtudagur, 25. maí 2006
Leiðindi...
Það eru uppi kenningar um það að maður hafi sjálfur möguleikann til að stjórna sínum hugsunum, t.d. ef ég hugsa neikvæðar hugsanir og tek eftir því þá á ég að hugsa jákvætt og sigrast þannig á neikvæðninni. Og í sama anda, að allt sem kemur fyrir mann gerist af einhverri ástæðu og maður hafi tækifæri til að gera gott úr reynslunni í stað þess að verða miður sín og komast ekki upp úr vonleysinu. Einhverra hluta vegna er svo miklu auðveldara að trúa þessum kenningum þegar allt er í lagi hjá manni. Auðvelt að trúa því að maður geti barist við neikvæðar hugsanir þegar maður er í góðu skapi og þegar maður er frískur er auðveldara að trúa því að hnéskel sem fer úr liði geti fært manni eitthvað gott. Mér er sem sagt ekki alveg að takast það að vera jákvæð núna... en það kemur að því ;-)
þriðjudagur, 23. maí 2006
Ef einhver vegfarandi
Eins og lesandann rennir vafalaust í grun um, þá er konan engin önnur en ég. Og hvað gerðist? Jú, hnéskelin á mér fór úr liði, ekki í fyrsta sinn, en þó held ég að það séu örugglega tíu ár síðan það gerðist síðast. Þá small hún ekki í liðinn af sjálfu sér eins og í gær, heldur þurfti Valur að hjálpa til. En mikið hrikalega er þetta vont!
mánudagur, 22. maí 2006
Veðrið bregst ekki sem umræðuefni
föstudagur, 19. maí 2006
Það er í raun merkilegt
Sólin var svo vingjarnleg
fimmtudagur, 18. maí 2006
Varúð - montblogg!
Svo hringdi dóttirin í mig í morgun kl. átta til að leyfa mér að heyra að hún væri komin með þrjár einkunnir af fjórum í skólanum. Hafði fengið 9,5 í tveimur fögum og 9.0 í einu. Það hlakkaði vel í henni því mamma hennar hafði verið farin að hafa áhyggjur af dömunni sem mætti illa í skólann og nennti lítið að læra heima. Eitthvað hafði mamman meira að segja verið farin að minnast á að fólk sem aldrei lærði gæti fallið. En þessi börn mín virðast vera mun betur gefin en ég, ég þarf nefnilega að læra til að fá hátt á prófum...
Og þar sem ég er að hrósa börnunum þá get ég ekki skilið yngri soninn útundan. Honum gengur líka vel í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, sama hvort það er skólanám, íþróttir eða skák.
Það er sem sagt virkilega ástæða til að gleðjast og vera ánægð fyrir þeirra hönd. Því hvað vill maður meira í lífinu en að börnunum manns gangi vel?
miðvikudagur, 17. maí 2006
Í hverjum hópi nemenda
Annars er ég hálf miður mín í dag. Í sundinu í morgun frétti ég að ein af fastagestunum hefði fengið heilablóðfall í síðustu viku. Þessi kona (sem er ekki nema ca. tíu árum eldri en ég) heilsar mér alltaf glaðlega og er ægilega hress og mikill orkubolti. Nú liggur hún á sjúkrahúsi og á erfitt með hreyfingu og tjáningu. Mér dauðbrá við þessar fréttir og er ekki búin að jafna mig ennþá. Skrýtin tilviljun að í síðustu viku fór ég á bókasafnið og tók að láni bókina "Afmörkuð stund" eftir Ingólf Margeirsson, en hún fjallar einmitt um reynslu hans af því að hafa fengið heilablóðfall. Þetta er reyndar mjög góð bók og vel þess virði að lesa hana.
En nú er best að halda áfram að fara yfir próf ;-)
sunnudagur, 14. maí 2006
Einhver bloggþreyta
Viðskiptadeildin bauð öllu starfsfólki sínu í mat á föstudagskvöldið. Ég ætla ekki að segja hvar við borðuðum - en maturinn var nánast óætur! Til dæmis voru rækjur í köldu salati seigar eins og skósólar, soðnu kartöflunum hafði verið velt upp úr einhverri piparblöndu og voru hrikalega bragðvondar, brúna sósan með lambakjötinu var nánast svört á litinn og með einhverju villibragði sem passaði alls ekki við kjötið, brokkólíið og gulræturnar höfðu verið soðnar í hálftíma minnst og það var búið að krydda grænmetið með einhverju kryddi sem ég kann engin skil á og bragðaðist ekki vel. Ég læt hér staðar numið í þessari upptalningu en ef ég hefði átt að borga sjálf fyrir matinn þá hefði ég ekki verið glöð. Félagsskapurinn hjálpaði mikið upp á vondan mat og þetta varð hið ánægjulegasta kvöld.
Svo buðum við Valur börnum og tengdasyni út að borða á Greifanum á laugardagskvöldinu og það var bara mjög gaman líka. Sem betur fer hafði ég pantað borð eftir ábendingu frá Hrefnu en það var alveg stappfullt þarna inni strax klukkan sex.
Læt þessum andlausa pistli lokið, á morgun byrjar prófayfirferð og er ég strax farin að hlakka til, eða þannig, þetta eru "bara" um 80 próf....
fimmtudagur, 11. maí 2006
Birta og Máni
eru þreytt þessa dagana. Eftir að hafa hálf partinn legið í dvala yfir veturinn eru þau núna úti í sólinni stóran hluta dags og það eru aldeilis viðbrigði. Enda þurfa þau að hvíla sig inn á milli.
Annars er þetta að breytast í hálfgert myndablogg hjá mér - spurning hvort það er nokkuð verra?
miðvikudagur, 10. maí 2006
Var ótrúlega utanvið mig í morgun
sunnudagur, 7. maí 2006
Veðurblíða með eindæmum
Veðrið í dag og í gær var framar öllum vonum. Yndislegt alveg! Það var þess vegna alveg upplagt að setja út garðhúsgögnin og fá sér morgun/hádegismat úti í góða veðrinu. Eins og sjá má erum við Ísak eins og blindir kettir í sólinni. Ef grannt er skoðað má sjá köttinn Birtu í skugganum bak við stólinn minn. Birta og Máni eru lík mannfólkinu að því leytinu að þau elska sólina og góða veðrið og finnst fátt betra á svona dögun en snattast í kringum okkur í garðinum.
fimmtudagur, 4. maí 2006
Sjáið tindinn, þarna fór ég... (í fyrrasumar)..
Valur hins vegar hljóp þarna upp um páskana. Var víst erfitt síðustu metrana því hann var ekki með mannbrodda á skónum og ísingin var mikil.
Halur fjallaði um innsláttarveiki
þriðjudagur, 2. maí 2006
Ísak tölvukall
var svo heppinn að fá gefins fartölvu frá systur sinni þegar hún fékk sér nýja. Tölvan er í fínu lagi þannig lagað og hann lánsamur að þurfa ekki að bíða fram á fermingaraldur með að fá tölvu eins og eldri bróðir hans ;-)
Yfirleitt er ég afskaplega fús til að gera fólki greiða
mánudagur, 1. maí 2006
Við Valur
Hin illræmdu samræmdu próf hefjast á miðvikudaginn en unglingurinn á heimilinu var svo óheppinn að krækja sér í kvefpesti og hefur ekkert getað lært. Það er reyndar önnur saga hvort hann hefði yfirhöfuð notað tímann til að læra (hefur komist upp með að læra lítið og ná samt ágætum einkunnum og það hvetur kannski ekki beint til þess að eyða "óþarfa" tíma í lestur). En vonandi nær hann sér á strik og kemst í prófin og þarf ekki að fara í sjúkrapróf.
Stóra systir hans er líka að byrja í prófum í vikunni og hefur lítið sést hér að undanförnu en setið heima yfir námsbókunum. Hún sem sagt lærir fyrir próf ;-)
Sá yngsti er í þessum töluðu (skrifuðu) orðum að verða ræstur af stað í 1. maí hlaupinu sem hefur verið haldið á þessum degi í mörg ár, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt. Pabbi hans fylgdi honum í hlaupið.
Og ég, ég á að vera að gera eitthvað allt annað en blogga, svo nú er best að hætta þessu.