miðvikudagur, 11. júní 2014

Jákvæð hugartengsl


Á tímabili síðastliðinn vetur/vor urðu orð mér mjög hugleikin. Orð og máttur þeirra. Ég er þess fullviss að orð skipta máli, miklu máli, og þar af leiðandi er mikilvægt að velja vel hvaða orð maður lætur út úr sér. Sbr. ekki tala illa um sjálfan sig né aðra, eða velja óvönduð orð til að lýsa fólki eða atburðum. Ekki að það sé alltaf auðvelt sko ... það er allt annar handleggur. 
En sem sagt þegar mér gekk illa að slaka á og sofna á kvöldin, þá reyndi ég að rifja upp í huganum falleg og jákvæð orð. Ég tók t.d. orð eins og „hjartahlýja“ og sagði það innra með mér og reyndi að finna þau jákvæðu hugartengsl sem þetta orð vakti með mér.  Svo tók ég fyrir næsta orð „gleði“ og gerði slíkt hið sama. 
Þetta róaði mig á tvennan hátt. Í fyrsta lagi þá varð hugurinn upptekinn af því að leita að jákvæðum orðum (og ég gat þá ekki haft áhyggjur á meðan) og í öðru lagi þá tókst mér yfirleitt að lifa mig inn í/ skynja orðin og merkingu þeirra, og leið betur í kjölfarið. 
Mér er eiginlega alveg sama þó aðrir skilji þetta ekki, en ef einhver vill gera tilraun sjálfur, þá koma hér nokkur orð sem hægt er að leika sér með. Loka augunum, segja orðið innra með sér, finna tilfinninguna sem fylgir því. Dvelja um stund í orðinu og finna hvað það gerir fyrir ykkur. Og umfram allt velja orð sem höfðar til ykkar og á erindi við ykkur.
Kærleikur
Hjartahlýja
Væntumþykja
Ást


Hugrekki
Þor
Áræðni


Þrautseigja
Kraftur


Jákvæðni
Gleði
Kátína


Hamingja 
Þakklæti

Von


2 ummæli:

Kristín Björk sagði...

Takk fyrir þetta og mikið rétt orð skipta svo sannarlega máli. Ég ætla að prófa þetta :)

Elín Kjartansdóttir sagði...

Þetta hljómar afar skynsamlega.