miðvikudagur, 8. janúar 2014

Ljósmynd dagsins


Ég hef örugglega skrifað um það hérna áður hvað mér finnst notalegt að rölta um í kirkjugarðinum, og þá sérstaklega eldri hlutanum. Hann er grónari og ótrúlega mikill sjarmi yfir gömlu leiðunum og trjánum. Í dag skrapp ég í Bónus að kaupa í matinn og greip myndavélina með mér, já og þrífótinn. Svo var stóra spurningin hvert ég ætti að fara til að taka myndir og þá kom kirkjugarðurinn upp í hugann. Þar dundaði ég mér í nærri hálftíma með myndavélina og náði að slaka svo ljómandi vel á. Sem var einmitt það sem ég þurfti á að halda.

Annars er ég enn að jafna mig eftir þennan tanndrátt, var stokkbólgin þegar ég vaknaði í morgun, og þarf að gúffa í mig verkjatöflur á ca. þriggja tíma fresti. Vonandi fer þetta nú að lagast, nennessekki ...

2 ummæli:

Kristín Björk. sagði...

Falleg mynd :)

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Takk Kristín :)