föstudagur, 3. janúar 2014

Afskaplega óspennandi bloggfærsla ;)

Jæja þá loksins þori ég að blogga aftur ... Hehe, málið er að ég er búin að vera svo þreytt og vildi ekki missa mig í vol og væl hér á blogginu, svo ég ákvað að betra væri bara að þegja þar til líðanin væri betri ;-) Ég er reyndar alveg lúin ennþá en ekki jafn örmagna og ég var.

Annars hafa jólin og áramótin gengið tíðindalítið fyrir sig. Hrefna og Egil komu frá Danmörku 22. des. og Andri kom með þeim norður, og svo kom Freyja kærastan hans Andra 28. des. og var hér um áramótin. Það er alltaf svo notalegt að hafa fólkið sitt heima, þó það séu líka viðbrigði að vera sjö fullorðin í húsinu, í staðinn fyrir þrjú. En allt tekur enda, og í dag fór svo öll hersingin aftur suður á bóginn.

Hm já ég byrjaði sem sagt að skrifa þetta í gær, þegar ég kom inn úr dyrunum eftir smá ljósmyndatilraunir úti í ljósaskiptunum, og var þá svona líka hress. Svo hætti ég eftir tvær setningar og þegar ég ætlaði að halda áfram núna í dag, þar sem frá var horfið, þá var ég bara svo andlaus eitthvað ... og mér dettur ekkert skemmtilegt í hug að segja. Svo ég læt þetta bara gott heita. Hlýt að koma með betra blogg bráðlega.En svona í lokin, þá er hér mynd af Andra, Hrefnu, Egil og Ísaki, tekin á aðfangadagskvöld.Engin ummæli: