Eins og margir vita, þá erum við Sunna að loka Pottum og prikum. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka, en nauðsynleg. Við vorum gríðarlega óheppnar með tímasetninguna á flutningi verslunarinnar á Glerártorg (í maí/júní 2008) en kreppan skall jú á örfáum mánuðum síðar. Þá fór í gang atburðarás sem við höfðum enga stjórn á:
- Innkaupsverð á vörum snarhækkaði nánast á einni nóttu og við gátum ekki velt því út í vöruverðið hjá okkur nema smám saman á 1-2 árum.
- Öll lán sem við höfðum tekið til að innrétta verslunina voru verðtryggð og afborganir urðu hærri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, en það er jú þessi ömurlegi verðtryggði veruleiki sem við Íslendingar búum við.
- Húsaleigan fylgir vísitölu og hækkaði um rúm 30% á fimm árum.
- Kaupgeta almennings hefur dregist verulega saman eftir efnahagshrunið.
Við gerðum okkar besta til að halda okkur á floti en þegar fimm ár voru liðin frá kreppu og engin teikn á lofti um bjartari tíma framundan, þá var ekki annað í stöðunni en segja þetta gott. Það lá eiginlega í loftinu að þessa ákvörðun þyrfti að taka en engu að síður leið dágóður tími þar til við treystum okkur til þess.
Þessi ár hafa verið erfið en þau hafa líka verið skemmtileg. Það er gaman að vinna í verslun og eiga gefandi samskipti við viðskiptavinina. Þannig að nú er skrítið að vera að hætta og vita ekkert hvað er framundan. En við ætlum að hafa opið fram á sunnudag og svo nota mánudag og þriðjudag í að tæma búðina. Úff það verður viss léttir að klára þetta en vá hvað ég held að ég eigi eftir að „hanga í lausu lofti“ að þessu loknu.
Núna í janúar hefur líka margt annað verið í gangi hjá mér. Það var dreginn úr mér jaxl í byrjun mánuðarins og það tók mig nærri tvær vikur að jafna mig á því. Ég hreinlega var að drepast úr verkjum og þurfti að taka verkjatöflur fjórum sinnum á dag fyrstu 7-10 dagana á eftir. Sem betur fer er þetta allt að gróa núna og ég ekki lengur með verki.
Um miðjan mánuðinn fór ég suður að heimsækja mömmu og Ásgrím. Hann greindist með magakrabbamein núna í haust og hafði legið á sjúkrahúsi frá miðjum desember. Ég hafði ekkert getað heimsótt hann sökum vinnu, en ákvað svo að drífa mig þegar við vorum búnar í vörutalningunni, og var mjög fegin að hafa gert það, því hann lést fimm dögum síðar.
Þessi ár hafa verið erfið en þau hafa líka verið skemmtileg. Það er gaman að vinna í verslun og eiga gefandi samskipti við viðskiptavinina. Þannig að nú er skrítið að vera að hætta og vita ekkert hvað er framundan. En við ætlum að hafa opið fram á sunnudag og svo nota mánudag og þriðjudag í að tæma búðina. Úff það verður viss léttir að klára þetta en vá hvað ég held að ég eigi eftir að „hanga í lausu lofti“ að þessu loknu.
Núna í janúar hefur líka margt annað verið í gangi hjá mér. Það var dreginn úr mér jaxl í byrjun mánuðarins og það tók mig nærri tvær vikur að jafna mig á því. Ég hreinlega var að drepast úr verkjum og þurfti að taka verkjatöflur fjórum sinnum á dag fyrstu 7-10 dagana á eftir. Sem betur fer er þetta allt að gróa núna og ég ekki lengur með verki.
Um miðjan mánuðinn fór ég suður að heimsækja mömmu og Ásgrím. Hann greindist með magakrabbamein núna í haust og hafði legið á sjúkrahúsi frá miðjum desember. Ég hafði ekkert getað heimsótt hann sökum vinnu, en ákvað svo að drífa mig þegar við vorum búnar í vörutalningunni, og var mjög fegin að hafa gert það, því hann lést fimm dögum síðar.
Jákvæðir hlutir eru líka að gerast. Hrefna er að klára læknisfræðina og mun útskrifast þann 31. janúar. Þá förum við Valur út til Köben og verðum viðstödd útskriftina. Verst bara að ég næ eiginlega ekki að hlakka til því höfuðið á mér er svo fullt af vinnutengdum hugsunum þessa dagana. En já sem sagt, við notum mánudag og þriðjudag til að tæma búðina, á miðvikudag förum við Valur suður, fljúgum út á fimmtudag og svo er útskriftin á föstudeginum.
Þann sama dag verður Ásgrímur jarðsunginn og það er leiðinlegt að geta ekki verið við jarðarförina, en systkini mín koma bæði, svo það er þó bót í máli.