Það eru oft mjög góðir fyrirlestrar á ted.com og þessi hér finnst mér sérlega skemmtilegur. Félags-sálfræðingurinn Amy Cuddy fjallar um það hvaða áhrif líkamsstaða okkar hefur á andlega líðan og hversu valdamikil við upplifum okkur. Það eitt að halda ákveðinni líkamsstöðu í 2 mínútur hefur áhrif á magn testosterons og kortisóls í líkamanum, og skiptir meginmáli varðandi það hvernig annað fólk (og við sjálf, sem er ekki síður mikilvægt) upplifir okkur.
Sjá einnig þessa skýringarmynd, sem tekin er af bloggsíðu ted.com. Ef smellt er á myndina þá kemst maður á bloggsíðuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli