P.S. Ég er þreytt og þar að auki í ljótum „heimabuxum“ þegar myndin er tekin, en hverjum er ekki sama?
þriðjudagur, 17. desember 2013
Við Birta að „gera æfingar“
Valur tók þessa mynd af okkur vinkonunum um daginn. Ég held á bók um MELT aðferðina, og er að reyna að gera æfingar jafnframt því sem ég les mér til um þær. Komst að því að það er pínu flókið ... En já Birta lætur sig ekki vanta í fjörið eins og sjá má ;-)
P.S. Ég er þreytt og þar að auki í ljótum „heimabuxum“ þegar myndin er tekin, en hverjum er ekki sama?
P.S. Ég er þreytt og þar að auki í ljótum „heimabuxum“ þegar myndin er tekin, en hverjum er ekki sama?
laugardagur, 14. desember 2013
Skuggamynd
Um daginn þegar við Valur fórum út á Hjalteyri, þá sáum við að búið var að saga gat á einn stóra lýsistankinn, þar sem væntanlega á að koma hurð, ef hún er þá ekki þegar komin. Dagbirtan streymdi inn um gatið, og hér má sjá skuggana okkar endurvarpast á vegginn.
föstudagur, 13. desember 2013
Frábær fyrirlestur
Það eru oft mjög góðir fyrirlestrar á ted.com og þessi hér finnst mér sérlega skemmtilegur. Félags-sálfræðingurinn Amy Cuddy fjallar um það hvaða áhrif líkamsstaða okkar hefur á andlega líðan og hversu valdamikil við upplifum okkur. Það eitt að halda ákveðinni líkamsstöðu í 2 mínútur hefur áhrif á magn testosterons og kortisóls í líkamanum, og skiptir meginmáli varðandi það hvernig annað fólk (og við sjálf, sem er ekki síður mikilvægt) upplifir okkur.
Sjá einnig þessa skýringarmynd, sem tekin er af bloggsíðu ted.com. Ef smellt er á myndina þá kemst maður á bloggsíðuna.
fimmtudagur, 12. desember 2013
Komin á yfirsnúning
Já það virðist óhjákvæmilegt að á einhverjum tímapunkti fyrir jólin þá fer ég á svo mikinn yfirsnúning að ég á erfitt með að sofa. Það er alveg ótrúlega pirrandi að liggja í rúminu, svo yfir mig þreytt, en geta samt ekki sofnað því hugurinn lætur mig ekki í friði. Alveg sama hvað ég reyni að slaka á. Í fyrrakvöld náði ég ekki að sofna fyrr en einhvern tímann milli eitt og hálf tvö (fór í háttinn fyrir hálf ellefu) og var vöknuð kl. 6 í gærmorgun. Með dúndrandi stress-hjartslátt. Gaman gaman ...
Annars rættist ótrúlega vel úr deginum. Ég fór í sund uppúr hálf átta, kom heim og borðaði morgunmat, fór með bílinn út á Toyota verkstæði þar sem þeir settu nýjar ljósaperur í afturljósin á meðan ég beið, fór og sótti vörur til Kristjáns og var komin í vinnuna uppúr hálf tíu. Vinnudagurinn leið mjög hratt enda nóg að gera. Ég hafði ætlað að hætta kl. 15 en komst ekki út fyrr en um kl. 16 því skyndilega hrönnuðust upp verkefni sem þurfti að klára. Svo kom ég heim og talaði aðeins við Hrefnu á Skype en fór síðan að skoða prjónablöð því mig langar að prjóna nýja lopapeysu á sjálfa mig. Fann uppskrift sem mér leist þokkalega á og brunaði í Nettó til að kaupa lopa með 30% afslætti, en í gær var síðasti dagurinn í Kaupdögum KEA kortsins. Í gærkvöldi fór ég svo að búa til „deig“ í hráfæðiskex og hrærði einhverju saman, í tilraun til að gera eitthvað nýtt bragð. Valur smurði svo deiginu á bökunarplötur fyrir mig og þetta er enn að malla í þurrkofninum.
Þegar ég lagðist loks upp í rúm, vongóð um að geta sofnað fljótlega af því ég var svo vansvefta, þá byrjaði fjörið enn og aftur. Hugurinn gjörsamlega út um allar trissur (þarf að muna að panta þessar og hinar vörur, gera vinnuskýrslu, klára að kaupa jólagjafir, sennilega vantar okkur eina starfsmanneskju í viðbót til að ná að dekka vinnuna fram að jólum, úff hvað ég vildi eiga frí í meira en þessa tvo daga eftir jól, það væri nú gaman að setja upp fleiri jólaljós í gluggum eða úti í garði, Anna systir er að koma að heimsækja mömmu og Ásgrím, hefði nú verið gaman að ná að hitta hana) ... og svo framvegis. Síðan fór hugurinn að kyrrast en þá tók skrokkurinn yfir athyglina. Ái, mér er illt í fótunum, mér er illt í öxlunum, nei bíddu mér er illt alls staðar. Samt hafði ég tekið verkjatöflu áður en ég fór í háttinn... Sem betur fer sofnaði sofnaði ég nú fyrir rest og vaknaði bara einu sinni í nótt til að fara á klóið. Vaknaði svo í morgun kl. 7:10 og gat engan veginn sofna aftur. Því miður, því ég hafði ætlað að reyna að sofa út (svona til hálf níu a.m.k.). Mér fannst ég líka of þreytt til að geta notið þess að fara í sund svo ég sleppti því. Var samt komin með nýtt persónulegt met, búin að fara í sund fjóra daga í röð (nokkuð sem mér hefði nú ekki þótt mikið einu sinni).
Og nú er ég kannski að nálgast persónulegt met í væli ... skal ekki segja, hef nú svo sem alveg látið gammann geysa hér á blogginu áður. En klukkan er að verða hálf tíu, ég fer að vinna kl. eitt og ég held bara að ég verði að a) reyna gera eitthvað fyrir sjálfa mig b) hvíla mig í smástund fyrir vinnu.
Efnisflokkar
Daglegt líf,
sund,
Vefjagigt,
Vinnan
sunnudagur, 8. desember 2013
Hvíld er góð
Já hér á heimilinu er ekkert jólastress í gangi. Að minnsta kosti ekki ennþá ...
Það er reyndar alveg nóg stress í tengslum við vinnuna, en ég er svo lánsöm að vera í fríi þessa helgi og mér sýnist hún muni nánast eingöngu vera notuð í hvíld. Ég keyrði mig út fyrir viku síðan, en þá vann ég sex daga í röð og þar af 10 tíma einn daginn, og er enn að súpa seyðið af því. Núna er svo aftur framundan sex daga vinnuvika ... og á fimmtudaginn hefst kvöldopnun á Glerártorgi, en þá verður opið til kl. 22 öll kvöld fram til jóla (og kl. 23 á Þorláksmessu). Við erum líka enn á fullu að panta vörur og það er alltaf jafn tímafrekt og svo eigum við eftir að gera vinnuskýrslu, sem mér finnst líka alltaf frekar erfitt.
En já hm ... ég er sem sagt í fríi í dag, en eins og sést þá er vinnan aldrei langt undan, svona andlega séð.
Í gær fór ég út að ganga en gerði annars nákvæmlega ekki neitt. Hélt ég yrði hressari í dag en vaknaði þreytt í morgun og með hjartslátt og eyrnasuð, svo þá sá ég hvernig dagurinn í dag yrði. Ég harkaði nú samt af mér og fór í sund með Val um hálf tíuleytið. Það var voða notalegt, enda fáir í sundi svona á sunnudagsmorgnum. Við fengum okkur svo kaffi þegar við komum heim og já svo fór frúin í sófann og hefur verið þar í dag.
Ég var reyndar líka óvenju dugleg í félagslífinu í vikunni sem leið. Á þriðjudagskvöldið voru litlu jól hjá ljósmyndaklúbbnum, á fimmtudagskvöldið var jólahlaðborð hjá Læknastofunum og á föstudagskvöldið fór ég út að borða með kvennaklúbbnum mínum. Allt mjög skemmtilegt og ég er ánægð með að hafa drifið mig af stað, þó þetta sprengi nú alveg skalann hjá mér hvað kvöld-útstáelsi snertir.
Jeppinn var eitthvað að stríða mér í vikunni og var straumlaus einn daginn. Við gátum fengið lánað hleðslutæki og hlaðið hann, en til að hlaða geymana enn frekar þá fór ég rúnt fram í fjörð á föstudaginn fyrir vinnu. Það var ískalt úti, eða 16-20 gráður, allt eftir því hvar í bænum maður var. Ég tók myndavélina með og smellti af nokkrum frostmyndum.
Það er reyndar alveg nóg stress í tengslum við vinnuna, en ég er svo lánsöm að vera í fríi þessa helgi og mér sýnist hún muni nánast eingöngu vera notuð í hvíld. Ég keyrði mig út fyrir viku síðan, en þá vann ég sex daga í röð og þar af 10 tíma einn daginn, og er enn að súpa seyðið af því. Núna er svo aftur framundan sex daga vinnuvika ... og á fimmtudaginn hefst kvöldopnun á Glerártorgi, en þá verður opið til kl. 22 öll kvöld fram til jóla (og kl. 23 á Þorláksmessu). Við erum líka enn á fullu að panta vörur og það er alltaf jafn tímafrekt og svo eigum við eftir að gera vinnuskýrslu, sem mér finnst líka alltaf frekar erfitt.
En já hm ... ég er sem sagt í fríi í dag, en eins og sést þá er vinnan aldrei langt undan, svona andlega séð.
Í gær fór ég út að ganga en gerði annars nákvæmlega ekki neitt. Hélt ég yrði hressari í dag en vaknaði þreytt í morgun og með hjartslátt og eyrnasuð, svo þá sá ég hvernig dagurinn í dag yrði. Ég harkaði nú samt af mér og fór í sund með Val um hálf tíuleytið. Það var voða notalegt, enda fáir í sundi svona á sunnudagsmorgnum. Við fengum okkur svo kaffi þegar við komum heim og já svo fór frúin í sófann og hefur verið þar í dag.
Ég var reyndar líka óvenju dugleg í félagslífinu í vikunni sem leið. Á þriðjudagskvöldið voru litlu jól hjá ljósmyndaklúbbnum, á fimmtudagskvöldið var jólahlaðborð hjá Læknastofunum og á föstudagskvöldið fór ég út að borða með kvennaklúbbnum mínum. Allt mjög skemmtilegt og ég er ánægð með að hafa drifið mig af stað, þó þetta sprengi nú alveg skalann hjá mér hvað kvöld-útstáelsi snertir.
Jeppinn var eitthvað að stríða mér í vikunni og var straumlaus einn daginn. Við gátum fengið lánað hleðslutæki og hlaðið hann, en til að hlaða geymana enn frekar þá fór ég rúnt fram í fjörð á föstudaginn fyrir vinnu. Það var ískalt úti, eða 16-20 gráður, allt eftir því hvar í bænum maður var. Ég tók myndavélina með og smellti af nokkrum frostmyndum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)