Það er ekki hægt að að segja að fjölmenni hafi verið við opnunina, en reytingur þó, og fólk almennt jákvætt á myndirnar okkar. Þær lífga líka uppá umhverfið þarna í nágrenni kaffihússins, og bæði eigendur kaffihússins og Björgvin lystigarðs"stjóri" voru mjög sáttir við myndirnar. Svo létum við líka útbúa bækur og póstkort sem hægt er að kaupa í kaffihúsinu. Pínu fyndið eiginlega að vera með ljósmynd eftir sig á póstkorti, svona þegar ég hugsa um það. Að því sögðu, þá er ég reyndar að hugsa um að láta útbúa tækifæriskort með ljósmyndum eftir mig, svo ég ætti kannski bara að venja mig við tilhugsunina ;-)
Hið velheppnaða kaffihús, Café Björk, sést þarna ásamt nokkrum af sýningargestunum.
Andri og Valur litu við og heilsuðu uppá mig :)
Flottir!
Ég dreif mig svo heim að borða um sexleytið, en að kvöldmatnum loknum fóru allir "kallarnir" mínir í flug. Það er að segja, Andri flugmaður fór í flugtúr með bróður sinn og föður. Ég fór með þeim út á flugvöll og tók myndir af þeim til gamans.
Smá spenningur í þeim feðgum fyrir flugið.
Andri að fylla bensín á vélina.
Flottir feðgar á leið í flugferð.
Og komnir í loftið.
Þegar þeir voru farnir í loftið ók ég sem leið lá inn í bæ og í Listagilið, en þar var verið að setja upp sýninguna Textílbombur. Það hitti svo skemmtilega á að þegar ég kom þá var búið að setja upp annan fánann okkar og verið að setja hinn upp. Ég verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart hvað þetta kom vel út :-) Svo staldraði ég aðeins við í gilinu enda alltaf gaman að vera í félagsskap ÁLFkvenna, þetta er ótrúlega skemmtilegur hópur.
Hér sést fáninn með myndinni minni, en hún er efst. Hm, sést kannski ekki svo vel ...
Og hér sjást báðir fánarnir.
3 ummæli:
Til hamingju með sýninguna!
Er farin að hlakka til að koma og sjá sýningarnar og prófa nýju kaffihúsin í bænum (þ.e.a.s. Akureyri ;-))
Takk Harpa, það er svo mikill kraftur í þessum konum í ljósmyndaklúbbnum, ég er heppin að fá að fljóta með :)
Anna, hlakka sömuleiðis til að sýna þér öll nýju kaffihúsin og menninguna hér í Akureyri city :)
Skrifa ummæli