sunnudagur, 17. júní 2012

Fjólan alltaf falleg

Við Valur skruppum smá rúnt í kvöldsólinni. Ég fann þessa fallegu fjólur í vegkantinum, rétt innan við Kaupang í Eyjafjarðarsveit. 2 ummæli:

ella sagði...

Aldrei of margar fjólur. Ég er mjög ósammála þeim sem segja að ekki skuli setja fjólur í garða vegna þess að þær dreifi sér of mikið.

Guðný Pálína sagði...

Mér finnast fjólur alltaf svo óskaplega fíngerðar og fallegar. Það voru fjólur hér á lóðinni hjá okkur en svo hurfu þær bara án þess að við værum að eyða þeim, ætli grasið hafi ekki náð yfirhöndinni.