sunnudagur, 3. júní 2012

Örlítið bjartara yfir frúnni í dag

Hehe, ég er eiginlega alveg viss um að ég hef áður notað nákvæmlega þessa sömu fyrirsögn á bloggfærslu. En alla vega, já mér líður aðeins betur í dag en í gær, ég var a.m.k. nógu hress til að fara í sund í morgun og synda 14 ferðir (með hléum á milli). Svo reyndar hrundi ég aðeins um hádegisbilið, en já já það er gott að geta þá bara hvílt sig í dag.

Og svona af því ég fæ alltaf samviskubit þegar ég hef skrifað "þreytu- og þunglyndispistil" hér á bloggið, þá kemur hér eitthvað jákvætt og fallegt. Við Valur fórum í fyrrakvöld og keyptum sumarblóm frammi á Grísará. Í gær settum við þau svo í ker (já eða ég gerði það nú bara alveg sjálf, ótrúlegt en satt ;) og ég var bara alveg ljómandi ánægð með útkomuna. Segir maður ljómandi ánægð? Hm, hljómar eitthvað undarlega en ég læt það nú standa.


Hér sjást blómapottarnir við aðaldyrnar. Svo reyndar er þarna líka mjög falleg fjólublá hengiplanta sem sést ekki af því hún er í skugga.


 Bleikt Aftanroðablóm og gul Dalía. Einhverra hluta vegna kolféll ég fyrir öllum bleikum blómum sem ég sá, er ekki venjulega neitt sérstaklega "bleik".


Bleik Margarita í körfu fyrir aftan hús (á sólpallinum). Með henni eru hvítar Skrautnálar en þær sjást nú varla. Ilma hins vegar alveg dásamlega.


Já svo er stakk Valur upp graslauk úr beði og setti í pott, hann er þarna bakvið kerin.


 Valur plantaði líka þessu spínati og salati í bala og pott.


Hér sést drottinging sjálf, Birta gamla, að smeygja sér framhjá mér.


Við keyptum líka Stjúpur sem á eftir að gróðursetja, en það liggur samt við að mig langi í enn fleiri blóm ;-)

6 ummæli:

Anna Sæm sagði...

Það er voða gott að vinna aðeins með mold og blóm, manni líður svo vel á eftir (og á meðan líka). Ég keypti lobelíu í fyrsta skipti, eina bláa og eina lilla. Er hún ekki vön að blómstra allt sumarið??

Guðný Pálína sagði...

Já það er satt, manni líður vel að vinna í garðinum. Ég fór að reita arfa úr beði áðan og steingleymdi því að það væri nokkuð að mér :) Sem var náttúrulega hið besta mál. Það var líka gott að Valur kom svo og kallaði í mig og sagði mér að hætta í tíma ;) Það eru ár og dagar síðan ég hef átt lóbelíu. Þær eru mjög fallegar og já ég held að þær blómstri ábyggilega allt sumarið. Hvernig væri svo að a) byrja að blogga, eða b) birta myndir af þínum blómum á facebook? :)

Nafnlaus sagði...

Fín blómin þín!
H

Guðný Pálína sagði...

Takk kæri H. :-)

Anna Sæm sagði...

Ég var svo viss um að þú værir alltaf með lóbelíu, en það eru náttúrulega 2 ár síðan ég kom í heimsókn að sumri til....... Ég sáði "baunablómum" erteblomster, hef aldrei prófað það áður og þau eiga að vera svo litrík. Ekkert er reyndar farið að sýna sig og svo er hættan fyrir hendi að spánarsniglarnir elski blómin....

Guðný Pálína sagði...

Ha, eru tvö ár síðan þú komst að sumri til ... mér fannst endilega að það hefði verið í fyrra sem þið öll komuð, úff hvað tíminn líður hratt.