miðvikudagur, 26. ágúst 2009

Meira blogg um ekki neitt


Hvíld er góð, originally uploaded by Guðný Pálína.

Ég hangi fyrir framan tölvuna á meðan Valur hleypur út og inn. Hann var að grilla hamborgara handa Hrefnu og vinkonum hennar sem hún var að bjóða heim. Úr stofunni berast hlátrasköll og skvaldur og greinilegt að engum leiðist þar. Ísak lætur fara lítið fyrir sér í næsta herbergi og Andri lætur fara enn minna fyrir sér niðri í sjónvarpsherbergi. Til þess að bæta smá spennu í þessa frásögn ber þess helst að geta að vaskurinn í eldhúsinu er stíflaður eina ferðina enn, þannig að ekki er hægt að vaska upp, hvorki í uppþvottavélinni né uppá gamla mátann.
Við Valur fórum með Ísak í foreldraviðtal í skólanum í morgun og svo byrjar skólinn af fullum krafti í fyrramálið. Sem þýðir að frúin þarf að vakna klukkan sjö (hm eða hálf átta) í fyrsta skipti í marga daga. Úff, púff.

Engin ummæli: