Í gær var ég hálf slöpp og drusluleg eitthvað og hélt að ég væri komin með svona heiftarlegt vefjagigtarkast. Í nótt vaknaði ég með þvílíku beinverkina og höfuðverkinn að ég hélt að ég væri komin með flensu. Í dag hef ég bara verið slöpp. Undarlegt fyrirbæri svo ekki sé meira sagt. En fegin er ég ef þetta er hvorki gigtin né flensan! Verð vonandi orðin sprækari á morgun.
Í vikunni byrjar Ísak aftur í skólanum og á föstudaginn fer Andri í útskriftarferð með MA. Þann 31. flýgur svo Hrefna aftur til Köben. Það er hætt við því að það verði heldur tómlegt í kofanum þegar það verður. Það hefur verið svo mikið fjör hjá okkur í sumar með gesti og ekkert nema gott um það að segja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli