laugardagur, 4. júlí 2009

Ég skal mála allan heiminn...

... nei, kannski ekki alveg. En í dag erum við Valur búin að mála 1 stk. herbergi. Það er fyrrverandi herbergið hans Andra og tilvonandi svefnherbergið okkar. Liturinn er einhvern vegin grágrænn og ég er rosalega ánægð með hann. Það var Valur sem datt niður á þennan lit og ég þurfti bara að samþykkja :) Sem er ágætis tilbreyting frá því að liggja yfir litum og pæla og pæla áður en ákvörðun er tekin.

Svo á morgun þarf bara að flytja inn í nýja herbergið og setja upp gömlu gardínurnar því þær nýju koma ekki fyrr en eftir ca. 10 daga. Það vantar reyndar líka fataskáp... en það er nú vegna verkstols húsfreyjunnar. Ég skoðaði Ikea fataskápa í blaði og leist ágætlega á en varð aldrei úr verki að panta viðeigandi skáp. Líklega óx mér eitthvað í augum að setja saman heppilega útgáfu/samsetningu af hillum, skúffum og hengiplássi. Að minnsta kosti vantar skápinn því Andri var víst bara með kommóðu. Já og skrifborð - undir fötin sín... ;) Skilji það hver sem skilið getur.

Annars er ósköp ljúft að vera í sumarfríi. Mér brá svolítið mikið í gær þegar mér fannst allt í einu að ég þyrfti að byrja að vinna næsta föstudag. Sem betur fer ruglaðist ég um eina viku og fæ frí í heilar tvær vikur í viðbót :)

Engin ummæli: