sunnudagur, 11. janúar 2009

Sami sundstíll í 30 ár

Ég fór í sund í hádeginu í dag sem er mjög óvenjulegur tími því ég fer yfirleitt á morgnana, líka um helgar. Venjulega syndi ég fyrstu ferðina á skriðsundi og í dag var engin undantekning frá því. Þegar ég kom svo að bakkanum hinum megin sá ég að í næstu braut við hliðina var karlmaður sem stóð við bakkann. Ætlaði að bjóða góðan daginn eins og ég geri venjulega en þá sá ég að þetta var "strákur" (tveimur árum eldri en ég) sem var alltaf í sundi þegar ég var unglingur. Og áður en ég fengi sagt nokkuð gall í honum: "Já, mér sýndist þetta vera þú. Sundstíllinn hefur ekkert breyst". En það eru sem sagt tæp 30 ár síðan ég sá hann síðast í sundi, þannig að mér þykir hann hafa gott minni! Hehe, eða sundstíllinn minn í skriðsundi er svona sérstakur :-)

Engin ummæli: