miðvikudagur, 7. janúar 2009

Gufubaðshitamælir

Mér finnst eiginlega ekkert varið í að fara í gufubað nema það sé nokkuð vel heitt. Ég var víst búin að nefna það áður að á tímabili fannst mér gufan aldrei nógu heit. Þegar ég var eitthvað að barma mér yfir því benti einhver karlmaður mér á að það væri ekki sama hitastig alls staðar í gufubaðsklefanum. Það er mun heitara vinstra megin en hægra megin þegar inn er komið. Þetta var bæði satt og rétt en alveg ný vitneskja fyrir mér. Hef ég að sjálfsögðu haldið mig vinstra megin síðan. En þrátt fyrir það er stundum alls ekki nógu heitt og finnst mér betra að vita það fyrirfram, þá verð ég ekki eins vonsvikin þegar inn er komið. Leiðin sem ég hef fundið til að sjá hitastigið í gufunni er nú kannski frekar undarleg. En aðferðin er sú að skoða aftanverð lærin á konunum sem eru að koma uppúr og eru í sturtu á sama tíma og ég er að fara ofan í. Ef lærin eru eldrauð og sjá má förin eftir sætið í gufunni, þá er hitastigið fínt fyrir mig ..... ;-)

Engin ummæli: