þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Svaf frameftir í morgun

og var bara ekkert eftir mig eftir gönguferðina (smá strengir í lærunum teljast varla með). Var að vinna seinni partinn en eftir kvöldmat fórum við Valur að vinna í garðinum við að reita arfa og snyrta svolítið til. Öll rigningin um daginn hafði afar vaxtarhvetjandi áhrif á arfann og tími til kominn að ráðast á hann. Mikið sem það er nú gott fyrir sálina að vinna í garðinum :-) Annars hefur þetta verið tíðindalítill dagur - er það ekki þannig að engar fréttir séu góðar fréttir?


Þessi mynd var tekin við upphaf gönguferðarinnar í gær, að bænum Hrauni í Öxnadal. Spurning hvort það mætti ekki snyrta grasið aðeins?

Engin ummæli: