þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Það styttist í Barcelonaferðina
mánudagur, 27. ágúst 2007
Nokkuð skemmtilegt gerðist í vinnunni í dag
sunnudagur, 26. ágúst 2007
Gaman þegar vel gengur
En hvernig sem úrslitin verða þá eru strákarnir þegar sigurvegarar í mínum huga því þeir unnu Völsung í gær (sem þeir höfðu áður tapað fyrir) og í dag kepptu þeir við Fylki (sem þeir töpuðu fyrir 1-5 á föstudaginn) og börðust eins og ljón allan tímann og voru ráðandi aðilinn í leiknum sem endaði með jafntefli. Það var mikil gleði ríkjandi á KA vellinum þegar ljóst var að strákarnir voru komnir í úrslit, kátir strákar og stoltir foreldrar sem samglöddust afkvæmunum. Þjálfararnir sjá nú fram á að þurfa að snoða sig - höfðu víst heitið því ef svona færi ;-)
En það er svo merkilegt með það að þegar við pöntuðum ferðina út héldum við að hún myndi ekki rekast á neitt nema skólann hjá Ísak en eins og staðan er núna þá missir Andri af æfingabúðum á Selfossi í handboltanum og Ísak missir hugsanlega af því að leika með liðinu sínu. Nú er bara að vona að æfingabúðunum verði frestað og fótboltaleikurinn verði snemma á laugardeginum (flugið til Barcelona fer kl. 16.40) ...
laugardagur, 25. ágúst 2007
Byrjaði daginn á því að liggja í leti
Annars hafði ég mælt mér mót við vinkonu mína seinnipartinn, við ætluðum að kíkja á dagskrá Akureyrarvöku, sem við og gerðum. Þá var að vísu hætt að rigna en ég dúðaði mig í flíspeysu og regnjakka þrátt fyrir það. Við röltum um miðbæinn, frekar stefulaust og kíktum inn þar sem okkur datt í hug. Það var svo sem ekkert sérstakt sem vakti athygli mína öðru fremur og vinkonan varð fljótt þreytt því hún er með brjósklos í bakinu. Þannig að við fórum heim til hennar og spjölluðum yfir kaffi/tebolla í góða stund.
Ég átti samt eftir að fá meiri félagsskap því um kvöldmatarleytið hringdi síminn og kona spurði mig hvort ég vissi hver hún væri. Mér heyrðist þetta vera Didda, mamma stráks í bekknum hans Ísaks, en ekki var það nú rétt hjá mér. Kannski ekki skrýtið að ég skyldi ekki þekkja röddina því þetta var hún Helga (sem bjó í Tromsö um leið og við en býr nú á Sauðárkróki) og ég hef ekki hitt hana nema ca. þrisvar síðustu 12 árin. En hún var sem sagt stödd á Akureyri og kíkti í heimsókn. Það var virkilega gaman að fá hana og við röbbuðum lengi saman. Þegar við bjuggum í Tromsö þá komu hinir Íslendingarnir í stað stórfjölskyldunnar og samskiptin voru mikil en rofnuðu því miður eftir að heim kom. En þrátt fyrir að langur tími líði á milli þá er alltaf jafn gaman að hittast og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Ef einhvern skyldi undra að ég hef hvergi minnst á eiginmanninn í tengslum við þessa upptalningu á viðburðum dagsins þá er það vegna þess að hann er farinn í síðustu veiðiferð sumarsins og verður fram á mánudag.
Hér með læt ég þessu maraþonbloggi lokið og sleppi því að birta nokkrar ljósmyndir í þetta sinn :-)
fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Ég fór í einn eina göngu/ljósmyndaferðina í gær
og prófaði aðra linsu en ég hef verið með. Átti í smá erfiðleikum með að nota hana til að byrja með en svo gekk það smám saman betur. Í þetta sinn fór ég uppá Glerárdal og gekk aðeins uppí brekkurnar, svona eins og ég væri að fara að ganga á Súlur. Þar var hellingur af aðalbláberjum og ég stóðst ekki mátið og tíndi í munninn en hafði því miður ekkert ílát undir þau. Spurning að drífa sig aftur fljótlega áður en þau klárast öll. Þegar ég var að fara var kona komin í berjamó.
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Sit hér og færi bókhald
Handan götunnar hamast iðnaðarmenn við að reisa nýtt menningarhús okkar Akureyringa, með tilheyrand hávaða og látum. Hávaðinn er mismikill en ég tók eftir því áðan þegar allt hljóðnaði (þeir hafa farið í hádegismat) hvað hann er samt alltaf í bakgrunninum. Svolítið lýjandi stundum.
Annars er Hrefna að fljúga út til Danmerkur í dag og er smá taugatitringur í gangi vegna þess. Það er pínu erfitt að yfirgefa fjölskylduna og föðurlandið en það gengur nú örugglega fljótt yfir þegar hún er komin út og byrjuð í skólanum aftur.
mánudagur, 20. ágúst 2007
Vinstra megin - ekki hægra megin
sunnudagur, 19. ágúst 2007
Sumarið senn á enda...
Valur hefur verið á fullu við að prófa nýjar uppskriftir í sumar og í kvöld fáum við mexíkóskar kjötbollur. Það er alltaf gaman að prófa nýja rétti og hann hefur auglýst eftir uppástungum frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Kjötbollurnar voru sem sagt eiginlega mín hugmynd, Hrefna er búin að koma með uppskrift að afrískum kjúklingarétti, Valur sjálfur hefur komið með marga nýja rétti en Andri og Ísak eiga ennþá eftir að leggja sitt af mörkum. Í tilefni af þessum endurnýjaða matreiðsluáhuga setti ég inn nokkra tengla á matarvefi hér til hægri. Kannski maður finni eitthvað sniðugt þar?
föstudagur, 17. ágúst 2007
Hef verið dugleg að fara út að ganga undanfarið
Annars er ég í vinnunni, rólegt akkúrat í augnablikinu, en búin að hafa nóg að gera í dag og í gær við að selja Magnaða moppuskaftið. Við auglýstum það í síðustu Extra sjónvarpsdagskrá og fengum þvílíku viðbrögðin. Aldeilis ánægjulegt. En nú er best að hætta þessu rausi og fara að vinna.
þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Hrafnaflug
Ég fór út að ganga í dag á meðan Valur var að elda matinn (ég er sem sagt alveg eins og kallarnir í gamla daga sem mættu bara á svæðið þegar maturinn var tilbúinn). Langaði að komast út í náttúruna og ákvað að ganga upp í Fálkafell. Fór ekki beinustu leið heldur vappaði á milli þúfna og tók myndir af ýmsu sem fyrir augu bar. Reyndar tókst mér að gleyma húfu og vettlingum heima en var svo heppin að hitta konu sem ég vann með í Heimahjúkrun fyrir tuttugu árum síðan og hún lánaði mér eyrnaband og bjargaði mér alveg. Það var nefnilega ansi napurt í norðanáttinni því hitinn var ekki nema 8 gráður. En sem sagt, þarna átti ég bara góða stund með sjálfri mér og myndavélinni (sem var nú að stríða mér, fæstar myndirnar voru í fókus, það sá ég þegar heim var komið).
sunnudagur, 12. ágúst 2007
Afrekaði að sofa til klukkan ellefu
laugardagur, 11. ágúst 2007
Vinna, Króksmót og lengri leiðin heim
Ísak var glaður að sjá mömmu sína og ég horfði á tvo leiki og þeir þá unnu báða. Eru efstir í sínum riðli eftir daginn. Svo gerði ég tilraun til að heimsækja konu sem ég þekki á Króknum en hún var ekki heima og þá lagði ég í hann aftur til Akureyrar. Datt í hug að það gæti verið gaman að keyra aðra leið heim og fór sem sagt Fljótin og yfir Lágheiði til Ólafsfjarðar. Það var rigning og súld á leiðinni en samt svakalega fallegt um að litast og ég saknaði þess að hafa ekki myndavélina meðferðis. Á Ólafsfirði gerði ég aðra misheppnaða tilraun til að heimsækja vinafólk en þegar það tókst ekki hélt ég áfram og í gegnum göngin. Þar var brjáluð traffík og ég komst að því að einbreið göng virka ekkert rosalega vel í mikilli umferð, var á taugum alla leið í gegn. Á Dalvík var allt troðið af fólki og bílum enda Fiskidagurinnn mikil nýafstaðinn og ég sniglaðist þar í gegn. Svo gekk nú umferðin betur til Akureyrar og heim er ég kommin í tómt hús, tja ekki alveg tómt reyndar, kettirnir fögnuðum mér eins og þeim einum er lagið :-)
þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Svaf frameftir í morgun
Þessi mynd var tekin við upphaf gönguferðarinnar í gær, að bænum Hrauni í Öxnadal. Spurning hvort það mætti ekki snyrta grasið aðeins?
mánudagur, 6. ágúst 2007
Lét mig hafa það í dag
Annað sem kom okkur á óvart var magn mýflugu á leiðinni og meira að segja Valur sem er öllu vanur í þeim efnum kommenteraði flugurnar oftar en einu sinni. En hann stóð sig eins og hetja að bíða eftir "gömlu" konunni sinni og sem sagt, við komumst alla leið. Fórum reyndar ekki alveg niður að vatninu, þar var hópur fólks og vð vorum svo mikilir félagsskítar að við nenntum ekki að hitta það.
Það varð úr að við gengum niður að Hálsi (mun styttri leið, tæpur kílómetri) og fengum okkur kvöldverð á veitingastaðnum Halastjörnunni. Í og með vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að ganga eitt skref til viðbótar en einnig vegna þess að Valur hefur í allt sumar hugsað sér gott til glóðarinnar að borða þarna. Það var vel tekið á móti okkur, jafnvel þó við útskýrðum að við værum peningalaus, bíllinn með peningaveskinu væri á næsta bæ, og við fengum afskaplega ljúffengan mat. Eftir matinn skutlaði veitingamaðurinn Val yfir að Hrauni á meðan ég beið og drakk te. Svo gerðum við upp skuldir okkar og ókum heim í kvöldsólinni.
Á Hjalteyri
Við Valur fórum í ljósmyndaferð út á Hjalteyri í gærdag. Hann var með þrífót og gerði alls kyns tilraunir inni í yfirgefnu verksmiðjuhúsi en ég var á ferðinni úti við þar sem ég tók m.a. þessa mynd. Það var algjör tilviljun að rauðklædd kona birtist hjá vitanum einmitt þegar ég var að taka myndir af honum, en rauði jakkinn hennar tónar flott við rauða litinn á vitanum :-)
föstudagur, 3. ágúst 2007
Gaman í vinnunni
Tíminn flýgur víst ekki alveg svona hratt...
Annars var afmæliskaffi í gærkvöldi og við steingleymdum að taka myndir. Þetta er náttúrulega engin frammistaða! En þar voru bóndanum færðar ýmsar gjafir og má segja að hæst hafi borið ullarsokkar og gúmmískór sem Kiddi og Sunna færðu honum :-)
Og svo ég fari nú úr einu í annað þá er ég að reyna að herða mig upp í að taka morgunskammtinn af lýsi. Ég er tiltölulega nýbyrjuð á því, tók reyndar fyrst fiskiolíu frá sama fyrirtæki en ætlaði svo að færa mig yfir í lýsið. Hryllir bara svo mikið við því að mér verður eiginlega hálf óglatt bara að hugsa um að taka það. Spurning að færa sig aftur yfir í fiskiolíuna, hún er ekki alveg jafn slæm á bragðið.
fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Valur,
hann á afmæli í dag.
Til hamingju með afmælið minn kæri :-)
Hér sést eiginmaðurinn á þeim stað sem hann kann best við sig, þ.e. úti í náttúrunni. Að vísu ekki við veiðiá, heldur er myndin tekin rétt hjá Hraunhafnartangavita á Melrakkasléttu, í dagsferð þangað í ágúst 2005.
Já, og svo eigum við hjónin víst 18 ára brúðkaupsafmæli í dag, það sem tíminn flýgur!