Eða frekar innrásin frá Reykjavík. Hver reykvíska verslunin á fætur annarri er að opna útibú hér á Akureyri þessa dagana og ef áfram heldur sem horfir þá verða bráðum afskaplega fáar verslanir hér í eigu heimamanna. Í þessum mánuði hafa Heimilistæki, Tengi, Eirvík og Janus búðin birst hér norðan heiða, Egill Árnason opnar innan tíðar og hið sama gerir Hamborgarabúlla Tómasar og Nings, ekki er langt síðan Olympia kom á Glerártorg og um daginn var hringt í mig og spurt hvort ég hefði áhuga á verslunarstjórastarfi í ónefndri verslun sem á að opna innan tíðar hér í bænum. Ég er örugglega að gleyma einhverjum.... Ef ég hugsa málið enn frekar þá held ég að það séu bara þrjár verslanir á Glerártorgi í eigu heimamanna/kvenna og verður spennandi að sjá hvernig samsetningin verður þegar Glerártorg verður stækkað. Auðvitað eru kostir fyrir okkur Akureyringa að fá aukið vöruúrval og einhverjir fá jú vinnu í þessum verslunum. En sé einhver hagnaður af rekstrinum fer hann suður yfir heiðar í vasa sinna reykvísku eigenda og skattar eru greiddir í lögheimilis- sveitarfélagi fyrirtækisins (Reykjavík). Einnig verður mun erfiðara fyrir ýmis íþróttafélög og félagasamtök að fá styrki til sinnar starfsemi. Ég sannreyndi það einu sinni þegar ég tók að mér ásamt annarri að safna auglýsingum fyrir íþróttafélag hér í bænum. Fáir framkvæmdastjórar / verslunarstjórar í reykvísku útibúunum höfðu leyfi til að veita styrki. Allt slíkt þurfti að fara í gegnum höfuðstöðvarnar og þar sáu menn ekki ástæðu til að eyða peningum í slíkt. Jamm og jæja, nóg um það.
miðvikudagur, 24. janúar 2007
Guðný gamla...
Já, gamla því mér líður eins og gamalmenni, öll ómöguleg í skrokknum. Hnéð er ennþá að láta vita af sér, t.d. var ég ómöguleg í hnénu eftir skíðaferðina um helgina. Þegar ég var að skíða niður brekkurnar fann ég samt ótrúlega lítið fyrir því. Fann í staðinn eitthvað til í bakinu en var ekkert að æsa mig yfir því. Svo vaknaði ég í morgun og fann að ég var eitthvað skrýtin í bakinu en dreif mig í sund og ætlaði að hrista þetta af mér. Datt svo í hug að taka eina flugsundsferð... og í fyrsta sundtaki fann ég eins konar smell í mjöðminni/bakinu og viti menn, ég er búin að vera að drepast úr verkjum í allan dag. Það er erfitt að beygja sig niður (klæða sig í sokka t.d.), erfitt að standa, erfitt að sitja og meira að segja erfitt að hósta.
Fyrir utan bilað bak og hné eru svo mínir venjulegu verkir í skrokknum, sem yrði hugsanlega greindir sem vefjagigt ef ég færi einhvern tima til læknis. Mér tekst reyndar að halda þeim verkjum nokkurn veginn í skefjum með því að synda en samt eru sum tímabil verri en önnur.
Já, já, ég veit, það er hundleiðinlegt að lesa svona kvörtunarblogg - og ef einhver heldur að ég sé að blogga um þetta til að láta vorkenna mér - ja, þá hefur sá hinn sami líklega alveg rétt fyrir sér...
Fyrir utan bilað bak og hné eru svo mínir venjulegu verkir í skrokknum, sem yrði hugsanlega greindir sem vefjagigt ef ég færi einhvern tima til læknis. Mér tekst reyndar að halda þeim verkjum nokkurn veginn í skefjum með því að synda en samt eru sum tímabil verri en önnur.
Já, já, ég veit, það er hundleiðinlegt að lesa svona kvörtunarblogg - og ef einhver heldur að ég sé að blogga um þetta til að láta vorkenna mér - ja, þá hefur sá hinn sami líklega alveg rétt fyrir sér...
sunnudagur, 21. janúar 2007
Ég afrekaði að fara á skíði í morgun
ásamt manni og yngri syni. Er það nú eitthvað afrek kynni einhver að spyrja, og já, þegar ég á í hlut er það afrek. Kann ekkert sérlega vel á skíði en stend nú í lappirnar niður brekkuna og hvort það er sökum vankunnáttu eða bara einhvers (skíða)minnimáttarkomplex, þá fæ ég alltaf nett kvíðakast þegar til stendur að fara á skíði. Áður en lengra er haldið ber að taka fram að enginn þvingar mig á skíði, ég fer af fúsum og frjálsum vilja og finnst meira að segja nokkuð gaman. Ef færið er gott, brekkan vel troðin, skyggnið gott, sól úti, og mátulega margir í brekkunni (svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að einhver komi og keyri mig niður - nú eða þá að ég keyri einhvern niður), þá finnst mér meira að segja mjög skemmtilegt að vera í fjallinu. Dagurinn í dag uppfyllti öll skilyrðin nema tvö, það var snjóblinda og sólarlaust.
Svo var bara hasar og læti um það leyti sem við vorum að fara heim, fyrst kom löggubíll með sírenur og skömmu síðar sjúkrabíll. Við giskuðum á að kannski hefði einhver fengið aðsvif á gönguskíðum því bílarnir brunuðu í áttina að gönguskíðasvæðinu. En þegar við vorum á leiðinni í bæinn mættum við hverjum björgunarsveitarbílnum á fætur öðrum og tveimur hjálparsveitarsnjósleðum og áttuðum okkur á því að eitthvað umfangsmeira hefði átt sér stað. Ísak stakk upp á snjóflóði því við höfðum séð skilti sem varaði við snjóflóðahættu á ákveðnu svæði. Og eins og allir sem fylgjast með fréttum hafa séð, þá var þetta snjóflóð og maður á snjósleða lenti í því, þannig að Ísak hafði því miður rétt fyrir sér í þetta skiptið.
Svo var bara hasar og læti um það leyti sem við vorum að fara heim, fyrst kom löggubíll með sírenur og skömmu síðar sjúkrabíll. Við giskuðum á að kannski hefði einhver fengið aðsvif á gönguskíðum því bílarnir brunuðu í áttina að gönguskíðasvæðinu. En þegar við vorum á leiðinni í bæinn mættum við hverjum björgunarsveitarbílnum á fætur öðrum og tveimur hjálparsveitarsnjósleðum og áttuðum okkur á því að eitthvað umfangsmeira hefði átt sér stað. Ísak stakk upp á snjóflóði því við höfðum séð skilti sem varaði við snjóflóðahættu á ákveðnu svæði. Og eins og allir sem fylgjast með fréttum hafa séð, þá var þetta snjóflóð og maður á snjósleða lenti í því, þannig að Ísak hafði því miður rétt fyrir sér í þetta skiptið.
miðvikudagur, 17. janúar 2007
Einmitt núna er Hrefna í fyrsta "alvöru" pófinu
sínu í dönskum háskóla. Sem minnir mig á það þegar ég tók fyrsta prófið mitt í norskum háskóla, í heimspekilegum forspjallsvísindum. Þá var ég í háskólanum í Bergen og þetta hafði verið hálf erfiður vetur. Hrefna var í fyrsta bekk í barnaskóla, Andri var sex mánaða þegar ég hóf námið og Valur var í framhaldsnámi við Haukeland sykehus. Í september dó pabbi og ég fór heim með Andra í jarðarförina, enda ennþá með hann á brjósti. Ég kunni takmarkaða norsku og skildi oft ekki stakt orð á fyrirlestrunum því kennararnir töluðu sumir hverjir svo "óskiljanlega" mállýsku (fannst mér þá). Norsk-íslenska orðabókin mín var mikið notuð þetta haustið en þrátt fyrir að reyna að lesa þegar því varð við komið, þá fannst mér ég ekki skilja neitt í námsefninu.
Það var ekki fyrr en ég fór að lesa á fullu fyrir prófið að þetta fór loks að smella saman. Kvöldið fyrir prófið las ég fram á nótt en gat svo með engu móti sofnað. Dottaði undir morgunn og vaknaði með þvílíkan streitu-magaverk. Reyndi að borða morgunmat en átti afar erfitt með að halda honum niðri. Prófið sjálft var haldið í risastórri íþróttahöll, sem ég held að sé stærsti prófstaður sem ég hef setið í fyrr og síðar. En einhvern veginn hafðist þetta nú allt og ég fékk alveg ágæta einkunn í blessaðri "fílunni".
Löngu síðar frétti ég að aðrir samlandar mínir höfðu tekið þennan áfanga á ensku (með hinum útlendingunum), því það var víst miklu léttara...
Það var ekki fyrr en ég fór að lesa á fullu fyrir prófið að þetta fór loks að smella saman. Kvöldið fyrir prófið las ég fram á nótt en gat svo með engu móti sofnað. Dottaði undir morgunn og vaknaði með þvílíkan streitu-magaverk. Reyndi að borða morgunmat en átti afar erfitt með að halda honum niðri. Prófið sjálft var haldið í risastórri íþróttahöll, sem ég held að sé stærsti prófstaður sem ég hef setið í fyrr og síðar. En einhvern veginn hafðist þetta nú allt og ég fékk alveg ágæta einkunn í blessaðri "fílunni".
Löngu síðar frétti ég að aðrir samlandar mínir höfðu tekið þennan áfanga á ensku (með hinum útlendingunum), því það var víst miklu léttara...
þriðjudagur, 16. janúar 2007
Ísak hefur verið í fríi
frá skólanum síðustu daga og þess vegna hef ég látið það eftir mér að sofa lengur á morgnana. Sem hefur þau áhrif að ég verð hálf skrýtin öll eitthvað, líklega af því ég byrja ekki daginn á því að fara í sund eins og ég er vön. Í morgun t.d. svaf ég til níu og þegar ég kíkti á hitamælinn og sá að það var 14 stiga frost úti þá nennti ég alls ekki að labba niður í sundlaug. Hafði nefnilega verið svo "góð" að leyfa Val að fara á bílnum í vinnuna - og þrátt fyrir að hafa oft gengið heim úr sundi með blautt hárið í miklu frosti þegar ég var krakki (og leikið mér að því að sjúga klakadrönglana sem mynduðust í hárinu) - og þrátt fyrir undur nútímans, hárþurrkuna, þá nennti ég samt ekki í sund. Vissi líka sem var, að ég hafði verk að vinna, nefnilega að baka köku. Í dag eru foreldraviðtöl í Lundarskóla og sú hefð hefur myndast að sjöttubekkingar sjái um kaffisölu til að safna fyrir Reykjaferð næsta haust. Hafði ég fengið þau fyrirmæli að baka "eitthvað sætt". Ég var samt ekki að nenna því að baka og íhugaði mjög alvarlega að kaupa bara köku í næsta bakaríi. Einhvern veginn fannst mér það samt ekki raunhæfur möguleiki, ég var jú í fríi heima og hafði ekkert betra að gera en baka. Ákvað að baka eitthvað sem væri afar einfalt og fljótlegt. En það var alveg sama hvernig ég fletti uppskriftabókunum mínum, mig langaði ekki að baka neitt af því sem ég sá. Var á tímabili að spá í að gera bara muffins, en endaði svo loks á því að baka þessa fínu súkkulaðiköku, sem ég tími varla að fara með í skólann... En nú þarf ég að drífa mig í sturtu svo ég komist á réttum tíma í foreldraviðtalið :-)
laugardagur, 13. janúar 2007
Það er eiginlega svolítið fyndið
þetta blessað blogg. Það er að segja, mér finnst gaman að blogga þegar ég er í stuði en svo er ég bara stundum ekki í neinu stuði en finnst samt eins og ég þurfi að blogga. Að ég beri þá ábyrgð gagnvart lesendum síðunnar að uppfæra hana reglulega svo þeir fari ekki erindisleysu inn á hana. Núna í dag er ég t.d. ekki í neinu stuði, var andvaka langt fram eftir nóttu og er þreytt eftir því, en finnst samt að ég bara verði að koma einhverju "á blað" því ég hef ekki bloggað siðan á miðvikudaginn. Samt veit ég auðvitað að ég ræð þessu sjálf, að enginn þvingar mig til að blogga, og að pistlarnir verða örugglega skemmtilegri þegar þeir eru uppsprottnir af tjáningarþörf en ekki ímyndaðri skyldurækni.
Hvað um það, eiginlega hafði ég ætlað mér að kíkja á útsölur í dag, í fatabúðir nánar tiltekið, en er ekki alveg upplögð í svoleiðis hremmingar. Gæti farið á bókasafnið, sest niður og lesið nýjustu glanstímaritin.... Gæti tekið niður rauðu jólagardínurnar sem hanga ennþá uppi... Gæti einfaldlega lagt mig... Gæti reynt að ákveða hvað á að vera í matinn í kvöld, húsbóndinn skrapp nefnilega í bæjarferð til höfuðstaðarins og kemur ekki aftur fyrr en um kvöldmatarleytið þannig að það dæmist eiginlega á mig að sjá um matinn... Dettur ekkert fleira í hug, frú andlaus "has left the building".
Hvað um það, eiginlega hafði ég ætlað mér að kíkja á útsölur í dag, í fatabúðir nánar tiltekið, en er ekki alveg upplögð í svoleiðis hremmingar. Gæti farið á bókasafnið, sest niður og lesið nýjustu glanstímaritin.... Gæti tekið niður rauðu jólagardínurnar sem hanga ennþá uppi... Gæti einfaldlega lagt mig... Gæti reynt að ákveða hvað á að vera í matinn í kvöld, húsbóndinn skrapp nefnilega í bæjarferð til höfuðstaðarins og kemur ekki aftur fyrr en um kvöldmatarleytið þannig að það dæmist eiginlega á mig að sjá um matinn... Dettur ekkert fleira í hug, frú andlaus "has left the building".
miðvikudagur, 10. janúar 2007
Oft er talað um hinn langa arm laganna...
en í morgun átti það ágætlega við að tala um hinn langa arm Guðnýjar. Ég skildi ekkert í því að dóttirin var ekki komin í netsamband og klukkan orðin ellefu að dönskum tíma - þannig að ég sendi henni SMS til að tékka á því hvort hún væri ekki örugglega vöknuð og byrjuð að lesa fyrir próf. Það kom upp úr kafinu að hún lá enn í rúminu en dreif sig á fætur þegar hún fékk skilaboðin. Áður hafði ég farið inn í svefnherbergi sonarins og spurt hvenær hann hefði hugsað sér að vakna, enda prófalestur hjá honum líka. Til að kóróna þetta þá sendi ég vinkonu minni SMS og spurði hvort hún væri vöknuð... Hún var að vísu ekki á leiðinni í próf en mig langaði að fá hana með mér út í Kjarnaskóg að ganga. Þegar ég sendi skilaboðin lá hún enn í rúminu en hentist á fætur og við fórum út að ganga. Það var ekkert smá hressandi enda veðrið með besta móti, fjögurra stiga frost og logn.
Ísak er líka í prófum þessa viku svo það eru bara allir krakkarnir að lesa undir próf þessa dagana. Get ekki lýst því hvað ég er fegin að vera hvorki að fara í próf - né fara yfir próf - ég veit eiginlega ekki hvort er verra en ég er alla vega laus við hvort tveggja :-)
Ísak er líka í prófum þessa viku svo það eru bara allir krakkarnir að lesa undir próf þessa dagana. Get ekki lýst því hvað ég er fegin að vera hvorki að fara í próf - né fara yfir próf - ég veit eiginlega ekki hvort er verra en ég er alla vega laus við hvort tveggja :-)
mánudagur, 8. janúar 2007
Mikið rosalega sem mig langaði að sofa lengur
í morgun. Vaknaði við bröltið í eiginmanninum frammi í eldhúsi og fór næstum því í vont skap þegar ég áttaði mig á því að það væri virkur dagur og ég þyrfti að fara á fætur innan stundar. Það er spurning hvort ég verð ekki að auka skammtana í dagsbirtulampanum mínum? En eins og lög gera ráð fyrir þá fór ég á fætur og dreif mig í sund eftir að hafa dröslað drengjum tveim á fætur líka. Sem betur fer segi ég nú bara því annars hefði ég misst af þessu fína hrósi í búningsklefanum eftir sund. Fyrst spurði ein konan hvernig stæði á því að ég væri ekki að auglýsa örtrefjahandklæðin í sundinu, þetta væru svo frábær handklæði (hún var nýbúin að fá sér svoleiðis) og þá kom sú næsta og sagði að fiskibeinaplokkarinn sem ég hefði selt sér væri mjög góður, það mætti alveg mæla með honum. Síðan blandaði sú þriðja sér í umræðurnar og sagði að hún hefði komið þrisvar í búðina fyrir jólin og hún væri sérlega ánægð með burstann til að þrífa vínkaröflur. Þegar hér var komið sögu sagði sú fjórða að það væri alveg ljóst, hún yrði að fara að drífa sig í Potta og prik!
Já, þetta var virkilega skemmtileg byrjun á deginum og gaman hvað fólk er jákvætt út í búðina. Nokkuð sem setur náttúrulega enn meiri pressu á okkur að standa okkur í að koma stöðugt með nýjar vörur og vandaðar en það er hið besta mál.
Já, þetta var virkilega skemmtileg byrjun á deginum og gaman hvað fólk er jákvætt út í búðina. Nokkuð sem setur náttúrulega enn meiri pressu á okkur að standa okkur í að koma stöðugt með nýjar vörur og vandaðar en það er hið besta mál.
sunnudagur, 7. janúar 2007
Gæti sjálfsagt sofið endalaust
svona í myrkasta skammdeginu ef mín biðu ekki ýmis verkefni virka daga s.s. að koma strákunum á fætur og mæta sjálf í vinnu. Um helgar eru færri verkefni sem bíða þannig að ég leyfi mér að sofa frameftir þó ég viti að ég hafi í rauninni ekki sérlega gott af því. Var t.d. að vakna núna, klukkan orðin hálf tíu og mér líður eins og stór trukkur hafi keyrt yfir mig. Valur farinn í sína vinnu (en ætti reyndar að koma heim fljótlega aftur ef ekkert sérstakt er í gangi), úti er dimmt og smá él, strákarnir sofa báðir ennþá og ég hefði gott af því að drífa mig í sund en er varla að nenna því þessa stundina. Kettirnir eru hins vegar vel vakandi, búnir að fá mat í magann en treystu sér ekki út þegar þeim var boðið það. Eru samt fullir orku og fá útrás fyrir hana með því að pirra hvort annað.
Þetta var stöðuskýrsla úr Stekkjargerði 7 klukkan 9.40 sunnudagsmorguninn 7. janúar 2007.
Þetta var stöðuskýrsla úr Stekkjargerði 7 klukkan 9.40 sunnudagsmorguninn 7. janúar 2007.
laugardagur, 6. janúar 2007
Var í miðju kafi
að tala við Hrefnu á Skype þegar forritið slökkti skyndilega á sér. Þegar ég var búin að starta því uppá nýtt var dóttirin ekki online lengur. Nú er bara spurningin hvort hún hefur ekki nennt að tala vð mig lengur - sem ég trúi náttúrulega ekki - eða hvort nettengingin hjá henni er með einhverja stæla, sem er auðvitað mun líklegri skýring ;-) En á meðan ég bíð eftir því að sjá hvort hún birtist aftur á skjánum er alveg gráupplagt að blogga. Þó ég hefði gott af því að horfa á eitthvað annað en skjáinn, hef fátt annað gert í dag en að stara á tölvuskjá, bók eða blöð. Var í vinnunni frá 11-15 og það var afar lítið að gera við afgreiðslu svo ég hélt áfram vörutalningunni sem nú er nánast lokið. Þegar ég kom heim las ég Moggann, Blaðið og eitt Hallo tímarit (las Fréttablaðið í morgun) og ætlaði svo rétt aðeins að kíkja í bók eftir Arnald Indriðason sem ég átti alltaf eftir að lesa en tók á bókasafninu í gær. Mér tókst kannski að blekkja sjálfa mig í smá stund en sannleikurinn er sá að ef ég byrja á bók þá á ég erfitt með að láta hana frá mér fyrr en ég er búin með hana. Þannig að fyrir kvöldmat las ég ca. tvo þriðju og kláraði bókina eftir kvöldmat. Í gær las ég nýjustu bókina eftir Stellu Blómquist og hafði gaman af. Það er bara einn galli við allan þennan lestur og hann er sá að ég með minn stífa og stirða skrokk má varla við þessu, fæ verki hér og þar og alls staðar. Sem er ástæðan fyrir því að ég ætla að hætta að blogga og fara að gera eitthvað annað álíka gagnslaust... bara spurning hvað það á að vera?
miðvikudagur, 3. janúar 2007
Þá er læknaneminn horfinn af landi brott
og eftir situr tómleikinn sem maður finnur alltaf fyrir þegar góðir gestir fara aftur til síns heima eftir velheppnaða heimsókn. En kannski kemur hún bráðlega aftur í heimsókn, nú eða þá ég fer og heimsæki hana við tækifæri.
Annars hef ég fátt að segja, er hálf innantóm í augnablikinu þó svo allt sé eins og það á að vera. Bíð eftir að kvennaklúbburinn byrji aftur eftir jólafrí, er farin að þrá að hitta fleira fólk (engin fjölskylda búsett í bænum = engin jólaboð). Var að skoða gamlar dagbækur, frá því Ísak var lítill, og þá var ég alltaf að hitta einhverjar konur og fá konur í heimsókn. Á tímabili var ég líka í blaki og það var heilmikið fjör í kringum það (æfingar, öldungamót, jólahlaðborð, árshátíð, partý...), og svo var ég líka í öðrum saumaklúbbi, en nú er það kvennaklúbburinn sem heldur í mér lífinu félagslega séð. Sem betur fer hitti ég líka margt fólk í vinnunni, það er nú svo frábært. En í heildina séð er ég sem sagt ekkert óánægð, er bara eitthvað down akkúrat í þessum skrifuðu orðum. Auk þessi geri ég mér fulla grein fyrir því að það er í mínu valdi að velja að umgangast fleira fólk ef ég hef þörf fyrir það, bara svo það sé nú á hreinu. Með þeim orðum held ég að ég láti þessum pistli mínum lokið.
Annars hef ég fátt að segja, er hálf innantóm í augnablikinu þó svo allt sé eins og það á að vera. Bíð eftir að kvennaklúbburinn byrji aftur eftir jólafrí, er farin að þrá að hitta fleira fólk (engin fjölskylda búsett í bænum = engin jólaboð). Var að skoða gamlar dagbækur, frá því Ísak var lítill, og þá var ég alltaf að hitta einhverjar konur og fá konur í heimsókn. Á tímabili var ég líka í blaki og það var heilmikið fjör í kringum það (æfingar, öldungamót, jólahlaðborð, árshátíð, partý...), og svo var ég líka í öðrum saumaklúbbi, en nú er það kvennaklúbburinn sem heldur í mér lífinu félagslega séð. Sem betur fer hitti ég líka margt fólk í vinnunni, það er nú svo frábært. En í heildina séð er ég sem sagt ekkert óánægð, er bara eitthvað down akkúrat í þessum skrifuðu orðum. Auk þessi geri ég mér fulla grein fyrir því að það er í mínu valdi að velja að umgangast fleira fólk ef ég hef þörf fyrir það, bara svo það sé nú á hreinu. Með þeim orðum held ég að ég láti þessum pistli mínum lokið.
mánudagur, 1. janúar 2007
Og hann er enn í eldhúsinu...
Jæja, að vísu ekki búinn að vera þar stanslaust síðan í gær en kominn að eldavélinni enn á ný. Nú er það mexíkóskur kjúklingaréttur (tortillur) og meðlætið er indverskur réttur sem ég man ekki hvað heitir en inniheldur hýðishrísgjrón, ferskan ananas, kasjúhnetur og rúsínur. Það verður örugglega svolítið speisað að borða þetta saman :-) Við áttum hið notalegasta gamlárskvöld, maturinn heppnaðist með afbriðgðum vel og svo spiluðum við krossorðaspilið á eftir. Ísak vann þar yfirburðasigur á okkur hinum. Að spilinu loknu borðuðum við eftirréttinn en svo bjó ég til einn "kúk" og færði Sunnu og Kidda en þangað fórum við til að horfa á skaupið, skjóta upp rakettum og fá kaffi í góðum félagsskap. Valur var svo á vakt í dag og þurfti að gera aðgerð eftir hádegið en ég var nú mest megnis í leti í dag, þvoði reyndar þónokkrar vélar af þvotti... svo ekki var ég alveg iðjulaus. Svo gengum við Valur lítinn hring til að fá okkur smá súrefni og sem betur fer búið að snjóa aðeins þannig að jörðin er orðin hvít aftur. En nú er kallað að maturinn sé til svo það er best að láta ekki bíða eftir sér ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)