föstudagur, 13. október 2006

Tómstundir

hafa verið af skornum skammti undanfarin ár ýmissa hluta vegna. Nú bregður hins vegar svo við að ég hef tíma aflögu í sólarhringnum og veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann. Er reyndar með eitt verkefni í gangi, mér liggur við að segja eilífðarverkefni því mér gengur eitthvað svo hægt að vinna í því, en nú helltist allt í einu yfir mig gríðarleg löngun til að gera einhverja handavinnu. Ætli prjónaskapur verði ekki fyrir valinu og þá vantar mig bara garn og uppskrift! Það er af sem áður var þegar ég var svo forfrömuð (eða kaldrifjuð) að prjóna jólakjól á dóttur mína án þess að hafa uppskrift til að fara eftir. Hvítan kjól með rauðum hjörtum í borða neðst á ermum og faldi (ef ég man rétt...). Those were the days!

Engin ummæli: