föstudagur, 4. nóvember 2005

Loksins, loksins

í fjórðu tilraun tókst okkur vinkonunum, mér, Unni og Heiðu að komast á kaffihús. Og mikið sem það var notalegt að hitta þær og spjalla saman yfir tebolla. Við erum allar sjúkraliðar og unnum saman á Selinu, sem er hjúkrunardeild fyrir aldraða, fyrir tuttugu árum síðan. Það var virkilega gaman hjá okkur í vinnunni þá, megnið af sjúkraliðunum voru ungar stelpur og hressar og það var oft mikið hlegið. Og líka í gærkvöldi - það er nú kosturinn við að hitta þessar tvær - við hlægjum alltaf mikið, jafnvel þó við séum að tala um eitthvað leiðinlegt...

En talandi um vinkonur þá átti Sunna vinkona mín afmæli þann 1. nóvember en af því ég var eitthvað utan við mig þá (eins og flesta daga) fær hún sem sagt afmæliskveðjuna núna. Til hamingju með afmælið Sunna mín ;o)

Engin ummæli: