10 ára bloggafmæli
Í byrjun ágúst voru liðin 10 ár síðan ég byrjaði að blogga. Í tilefni þessara tímamóta - og ekki síður vegna þess hve illa ég hef staðið mig í blogginu á árinu sem er að líða - hef ég ákveðið að hleypa af stokkunum átakinu „Lífi blásið í bloggið“.
Það verður reyndar að viðurkennast að ég hef ekki alveg hugsað þetta átak til enda, þ.e.a.s. hvernig ég ætla að standa að því, en nú verður tekið á því!
Hinn möguleikinn hefði verið að hætta alveg að blogga en ég finn að mig langar til að halda þessu áfram. Finn það líka að þegar ég skrifa ekkert á þessum vettvangi þá vantar mig einhvern stað til að tjá mig á.
Ég veit samt ekki hvað gerðist með mig og bloggið núna á þessu ári. Eins og ég hef í raun þurft á því að halda að skrifa, þá hef ég haldið aftur af mér og einhvern veginn ekki „þorað“ að tjá mig. Sem sagt einhver óútskýranleg hræðsla í gangi. Hugsanlega vegna þess að það hefur svo margt verið að gerast í kringum mig og í kollinum á mér þetta síðasta ár.
Alla vega, ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta sinn, en LOFA annarri bloggfærslu á morgun :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli