Já þessar tvær vikur síðan ég byrjaði í „Earthing“ hafa verið frekar skrautlegar, svo ekki sé meira sagt. Allra fyrst leið mér voða vel en Adam var ekki lengi í Paradís, og í ca. viku - tíu daga var ég gjörsamlega að drepast. Undirlögð af verkjum í nánast öllum skrokknum en þó sýnu verri í mjöðmum/fótum einhverra hluta vegna. Að ekki sé minnst á veikindatilfinningu, sljóleika, höfuðverk, tannverk og s.l. laugardag var ég með þvílíka verki í augunum að það var eins og þau ætluðu hreinlega út úr höfuðkúpunni.
Á sunnudag var ég ekki með eins mikla verki en rosalega þreytt og kannski ekki skrítið að vera þreytt eftir öll þessi átök. Á mánudaginn leið mér nógu vel til að fara í leikfimi og var nokkuð hress fyrst á eftir en svo dró nú af kellu eftir því sem leið á daginn.
Í gær var ég svona la la. Hafði sofið (mjög vel) 10 tíma um nóttina og var hálf drusluleg til að byrja með en dreif mig svo út með myndavélina, og hresstist eitthvað við það. Náði svo dásamlegri slökun úti við Krossanes, þar sem kyrrðin var algjör og enginn á ferli nema ég. Fór svo að vinna kl. 14 og hafði ætlað að vinna í bókhaldi en hafði enga eirð í mér til þess, en var bara á stöðugu flandri um búðina, fyllti á vörur og breytti eitthvað smávegis til. Það er reyndar óvenjulegt hjá mér að vera svona „aktíf“ þegar ég er á seinni parts vakt, venjulega er ég svo lúin að ég geri ekki mikið meira en ég nauðsynlega þarf, þannig að ætli þetta sé ekki bara góðs viti.
Í morgun fór ég svo í sund og synti 10 ferðir og fannst ég hafa betra úthald en oft áður. Tók eina flugsundsferð (er aðeins að reyna að ögra sjálfri mér) og tók bara eina pásu. Hehe, einhvern tímann hefði ég nú hlegið að því að þurfa að stoppa og hvíla mig í 10 ferðum, en já svona hefur það nú samt verið hjá mér undanfarna mánuði/ár. Í dag var ég svo reyndar að vinna í tölvu allan tímann í vinnunni, fyrst að panta vörur og svo í bókhaldinu, og það verður að viðurkennast að ég var eiginlega alveg búin á því þgar ég kom heim. En ég svaf nú líka ekki vel í nótt, svo það hefur áreiðanlega haft sitt að segja.
Ég held samt að þessi svokallaða afeitrun sé að klárast og þá er spennandi að sjá hvernig framhaldið verður :-)
2 ummæli:
Já Guðný mín, þetta er spennandi. Ég get varla beðið eftir mínu laki sem er einhversstaðar á leiðinni yfir hafið. Ég er einmitt að vona að svefninn verði betri..........
Já Valur talar líka um að hann nái dýpri svefni, svo vonandi virkar þetta vel fyrir þig :)
Skrifa ummæli