þriðjudagur, 4. júní 2013

Leikur að litum


Þegar ég var svona 10-12 ára hafði ég mjög gaman af því að teikna og lita. Gerði kannski ekkert óskaplega mikið af því samt, og steinhætti einhvern tímann þegar ég komst á það stig að finnast ég alveg hæfileikalaus á þessu sviði. Aðallega vegna þess að bæði Anna systir mín og Rósa vinkona voru svo miklu flinkari en ég. En núna er ég loks að ná þeim þroska að ég get haft gaman af því að gera hluti, ánægjunnar vegna, en þetta þarf ekki að vera frábært eða fullkomið. 

Um helgina dró ég fram trélitina mína og dundaði mér við að gera tvær myndir. Svo kom að því að trélitirnir voru ekki nógu „effektívir“, svo ég fann gamla klessuliti og er búin að lita tvær myndir með þeim. Og það sem ég hafði gaman af því. Var ekkert að velta mér uppúr formum eða litum, leyfði þessu bara að flæða. Mæli með þessu :-)

Engin ummæli: