En sem sagt, þetta vandist allt og fólkið þarna var afskaplega kurteist og borgin ótrúlega hrein. Maður sá hvergi rusl, hvorki á götunum né annars staðar. Næstsíðasta daginn fórum við í skemmtigarð sem var eins konar tívolí en þar voru líka vatnsrennibrautir. Þar var fólk endalaust á ferðinni með sópa og fægiskóflur - nema hvað það var bara nánast ekkert rusl til að sópa.
Síðasta daginn fórum við svo upp í turninn, CN tower, sem er helsta kennileiti borgarinnar. Þetta var lengi vel hæsta bygging í heimi 553 mtr. ef ég man rétt. Þar uppi í 350 metra hæð er veitingastaður sem snýst í hringi, svona eins og Perlan í Reykjavík. Með því að panta borð á veitingastaðnum fær maður frábært útsýni ókeypis með en annars kostar slatta að komast þarna upp í turninn. Plús að maður sleppur við biðraðir svo það er vel þess virði að panta sér borð og taka sér góðan tíma í að njóta matarins og horfa á útsýnið.
Við gerðum ýmislegt annað okkur til skemmtunar í borginni. Fórum í bíó og á rokksöngleik. Einnig fórum við í skoðunarferð og siglingu yfir í Eyjarnar fyrir utan borgina. Þar leigðum við okkur hjól og hjóluðum um allt. Svo kíktum við aðeins í búðir en ég var bara alls ekki í neinu verslunarstuði þannig að ég keypti mér bara einar buxur og eina peysu. Valur gaf mér svo nýjan regnjakka því hann er orðinn eitthvað þreyttur á sjálflýsandi gulgræna regnjakkanum mínum...
En já ég þarf víst að fara að koma mér í vinnuna. Það gekk nú ekki sérlega vel að sofna í gær og við vöknuðum örugglega 12 sinnum í nótt, tímamismunurinn er að segja til sín, en það er 4ra tíma munur milli Íslands og Toronto. Og nú er ég farin :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli