fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Nennti ekki að vera lengur veik

og dreif mig í vinnuna í dag, þrátt fyrir að vera frekar þokukennd í hugsun, a.m.k. framan af. Það rjátlaðist reyndar fljótt af mér því það var svo mikið að gera. Stanslaus straumur fólks í búðina og mér finnst svo skemmtilegt í vinnunni þegar það er svoleiðis. Hins vegar var ég orðin svolítið hás í lok dags, eftir að tala svona mikið.

Og akkúrat núna er ég að hugsa um það hversu heppin ég er að vinna hjá sjálfri mér, fyrir utan að hafa ekki einhvern brjálaðan yfirmann að tuða í mér þá get ég leyft mér að blogga um vinnuna ;-) Þrátt fyrir að ég telji mig frekar auðvelda í samstarfi þá þykir mér ekki verra að þurfa ekki að taka við fyrirskipunum frá öðrum, það fór alveg skelfilega í taugarnar á mér þann stutta tíma sem ég starfaði sem sjúkraliði hvernig sumar hjúkkurnar fengu kikk út úr því að skipa sjúkraliðunum fyrir verkum á sem allra leiðinlegasta máta. En það er nú eins og alltaf misjafn sauður í mörgu fé. En alla vega þá hentar það mér mjög vel að vinna bara í samstarfi við aðra, þar sem báðir eru jafnir.

Engin ummæli: