þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Jólablað Fréttablaðsins
kom inn um lúguna í dag og ég fletti í gegnum það með þeim árangri að mér fannst ég allt í einu alveg hræðilega léleg húsmóðir.
sunnudagur, 25. nóvember 2007
Gott að kúra
Hér sést hvar köttunum finnst allra best að kúra, í kjöltunni á mér og ef það er ekki pláss þar, þá ofan á maganum á mér (eða hvar sem hægt er að troða sér). Kosturinn við þetta fyrirkomulag er að mér verður a.m.k. ekki kalt á meðan ég er með svona hlýja ábreiðu :-)
fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Þrátt fyrir fögur fyrirheit
um að vera búin að kaupa allar jólagjafirnar fyrir lok nóvembermánaðar er ég bara búin að kaupa eina einustu gjöf og hún fékkst í Pottum og prikum. Ég er nú ekkert rosalega sátt við þessi afköst (eða skort á afköstum öllu heldur) en aðalvandamálið er að velja viðeigandi gjafir handa hverjum og einum. Ég er alveg sérstaklega hugmyndasnauð þegar kemur að því að finna gjafir handa strákum, ungum sem öldnum. Mér bara dettur ekkert spennandi í hug. Það eru allir í kringum okkur orðnir það stálpaðir að ekki er hægt að fara í næstu dótabúð og kaupa leikföng - það eina sem maður veit pottþétt að strákar gera er að vera í tölvuleikjum en ég vil ekki kaupa svoleiðis. Arg og garg, þetta er nú meiri höfuðverkurinn.
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Valur var svo elskulegur
að þvo fyrir mig bílinn á sunnudaginn en svo er komin asahláka og bíllinn þar af leiðandi orðinn drulluskítugur aftir, fúlt!
fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Nennti ekki að vera lengur veik
og dreif mig í vinnuna í dag, þrátt fyrir að vera frekar þokukennd í hugsun, a.m.k. framan af. Það rjátlaðist reyndar fljótt af mér því það var svo mikið að gera. Stanslaus straumur fólks í búðina og mér finnst svo skemmtilegt í vinnunni þegar það er svoleiðis. Hins vegar var ég orðin svolítið hás í lok dags, eftir að tala svona mikið.
Og akkúrat núna er ég að hugsa um það hversu heppin ég er að vinna hjá sjálfri mér, fyrir utan að hafa ekki einhvern brjálaðan yfirmann að tuða í mér þá get ég leyft mér að blogga um vinnuna ;-) Þrátt fyrir að ég telji mig frekar auðvelda í samstarfi þá þykir mér ekki verra að þurfa ekki að taka við fyrirskipunum frá öðrum, það fór alveg skelfilega í taugarnar á mér þann stutta tíma sem ég starfaði sem sjúkraliði hvernig sumar hjúkkurnar fengu kikk út úr því að skipa sjúkraliðunum fyrir verkum á sem allra leiðinlegasta máta. En það er nú eins og alltaf misjafn sauður í mörgu fé. En alla vega þá hentar það mér mjög vel að vinna bara í samstarfi við aðra, þar sem báðir eru jafnir.
Og akkúrat núna er ég að hugsa um það hversu heppin ég er að vinna hjá sjálfri mér, fyrir utan að hafa ekki einhvern brjálaðan yfirmann að tuða í mér þá get ég leyft mér að blogga um vinnuna ;-) Þrátt fyrir að ég telji mig frekar auðvelda í samstarfi þá þykir mér ekki verra að þurfa ekki að taka við fyrirskipunum frá öðrum, það fór alveg skelfilega í taugarnar á mér þann stutta tíma sem ég starfaði sem sjúkraliði hvernig sumar hjúkkurnar fengu kikk út úr því að skipa sjúkraliðunum fyrir verkum á sem allra leiðinlegasta máta. En það er nú eins og alltaf misjafn sauður í mörgu fé. En alla vega þá hentar það mér mjög vel að vinna bara í samstarfi við aðra, þar sem báðir eru jafnir.
miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Skárri af beinverkjunum en ennþá slöpp
og þung í höfðinu ef einhver skyldi hafa verið að spá í það...
Ég var nógu veik í gær til að sofa en núna hengslast ég bara um húsið, of hress til að sofa en of slöpp til að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Hef undanfarinn klukkutíma eða svo verið að lesa blogg nokkurra krabbameinsveikra kvenna (ekki spyrja mig af hverju) og það sem situr eftir í huganum, fyrir utan ótrúlegan dugnað þeirra og hugrekki, er fjárhagsstaða krabbameinssjúklinga. Fólk sem er að berjast fyrir lífi sínu ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum, hið sama gildir um aðra langveika og aðstandendur þeirra. Hér þurfum við Íslendingar standa okkur betur!
Ég var nógu veik í gær til að sofa en núna hengslast ég bara um húsið, of hress til að sofa en of slöpp til að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Hef undanfarinn klukkutíma eða svo verið að lesa blogg nokkurra krabbameinsveikra kvenna (ekki spyrja mig af hverju) og það sem situr eftir í huganum, fyrir utan ótrúlegan dugnað þeirra og hugrekki, er fjárhagsstaða krabbameinssjúklinga. Fólk sem er að berjast fyrir lífi sínu ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum, hið sama gildir um aðra langveika og aðstandendur þeirra. Hér þurfum við Íslendingar standa okkur betur!
þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Pestargemlingur
Ég skildi ekkert í því í gær hvað ég varð þreytt við minnstu áreynslu en skýringin er sú að ég hef greinilega nælt mér í einhverja ólukkans pesti. Fór ekki í vinnuna í dag og hef bara legið í rúminu lungann úr deginum með beinverki og höfuðverk. Er náttúrulega ekki að nenna þessu en hver nennir svo sem að vera veikur?
Hún á afmæli í dag...
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Hrefna
hún er 24ra ára í dag
Til hamingju með daginn elsku Hrefna mín frá okkur öllum hér heima á Fróni :-)
hún á afmæli hún Hrefna
hún er 24ra ára í dag
Til hamingju með daginn elsku Hrefna mín frá okkur öllum hér heima á Fróni :-)
mánudagur, 12. nóvember 2007
Ertu 40?
Þessari spurningu var skellt framan í mig þegar ég kom úr sturtunni í sundlauginni í morgun og ætlaði að fara að klæða mig. Þar sem ég á afmæli í dag varð ég alveg hvumsa, hvernig gat konan við hliðina á mér vitað að ég átti afmæli? Ég komst að þeirri niðurstöðu að það gæti hún ekki og þá hlaut að vera önnur skýring á spurningunni? Eftir að hafa brotið heilann í smá stund og örugglega horft svolítið undarlega á hana komst ég að niðurstöðu, á nákvæmlega sama tíma og hún umorðaði spurninguna ... "Ertu í skáp nr. 140?" spurði hún og þá fór ég að skellihlægja, ekki af því spurningin væri svo fyndin heldur af því mér varð hugsað til þess hversu skrýtinn svipurinn á mér hlyti að vera og hversu skilningssljó hún hlyti að halda að ég væri. Þannig að ég sagði svo allir heyrðu "Nei, en ég er 43ja, ég á nefnilega afmæli í dag." Og svo hlógum við allar hjartanlega :-)
sunnudagur, 11. nóvember 2007
Hrefna hér kemur blogg ;-)
Já læknanemanum fannst víst mamma sín standa sig illa í blogginu svo hér kemur heiðarleg tilraun til að bæta úr því.
Helstu fréttir dagsins eru þær að ég er fallin! Það er að segja, ég er búin að borða bæði sykur og hvítt hveiti þrjá daga í röð...
Byrjaði á föstudaginn í erfidrykkju Petreu frænku minnar, þar sem ég stóðst þó Hnallþórurnar en fékk mér tvær sneiðar af smurbrauðstertum (úr hvítu brauði) í staðinn. Seinna um daginn fór ég í konuklúbb þar sem boðið var uppá margar gerðir af "bruchettum" úr hvítu snittubrauði og súkkulaðiköku. Skemmst er frá því að segja að ég fékk mér hvoru tveggja. Og til að kóróna daginn þann var pítsa frá Greifanum í kvöldmat og ég fékk mér að sjálfsögðu líka pítsu. Jamm, það held ég nú. Í gær stóð ég mig nú bara nokkuð vel framan af en a.m.k. ein sneið af Djöflatertu rataði á diskinn minn í kaffinu og þrjú After eight súkkulaði enduðu ævina í mínum maga um kvöldið. Þá var nákvæmlega engin mótstaða af minni hálfu, ég vorkenndi sjálfri mér fyrir gríðarlegt ofnæmiskast sem ég hafði fengið fyrr um daginn (var að klóra hundi og fékk þvílíkan allsherjar kláða í kjölfarið) og einnig var skrokkurinn á mér sérlega slæmur (vegna vefjagigtarverkja), þannig að um hreint og tært huggunarát var að ræða. Og til að kóróna þetta allt saman hef ég innbyrt tvær sneiðar af Djöflatertu í dag og keypti (og borðaði) þar að auki eitt súkkulaðistykki þegar ég fór í Bónus áðan...
Þrátt fyrir þessa hrösun hef ég ákveðið að vera góð við sjálfa mig (þ.e. ekki hugsa neitt um það að mig skorti sjálfsstjórn o.s.frv.) heldur hugsa bara að á morgun sé nýr dagur og þá geti ég haldið áfram að borða hollan mat. Það finnst mér ansi flott hjá mér :-)
Helstu fréttir dagsins eru þær að ég er fallin! Það er að segja, ég er búin að borða bæði sykur og hvítt hveiti þrjá daga í röð...
Byrjaði á föstudaginn í erfidrykkju Petreu frænku minnar, þar sem ég stóðst þó Hnallþórurnar en fékk mér tvær sneiðar af smurbrauðstertum (úr hvítu brauði) í staðinn. Seinna um daginn fór ég í konuklúbb þar sem boðið var uppá margar gerðir af "bruchettum" úr hvítu snittubrauði og súkkulaðiköku. Skemmst er frá því að segja að ég fékk mér hvoru tveggja. Og til að kóróna daginn þann var pítsa frá Greifanum í kvöldmat og ég fékk mér að sjálfsögðu líka pítsu. Jamm, það held ég nú. Í gær stóð ég mig nú bara nokkuð vel framan af en a.m.k. ein sneið af Djöflatertu rataði á diskinn minn í kaffinu og þrjú After eight súkkulaði enduðu ævina í mínum maga um kvöldið. Þá var nákvæmlega engin mótstaða af minni hálfu, ég vorkenndi sjálfri mér fyrir gríðarlegt ofnæmiskast sem ég hafði fengið fyrr um daginn (var að klóra hundi og fékk þvílíkan allsherjar kláða í kjölfarið) og einnig var skrokkurinn á mér sérlega slæmur (vegna vefjagigtarverkja), þannig að um hreint og tært huggunarát var að ræða. Og til að kóróna þetta allt saman hef ég innbyrt tvær sneiðar af Djöflatertu í dag og keypti (og borðaði) þar að auki eitt súkkulaðistykki þegar ég fór í Bónus áðan...
Þrátt fyrir þessa hrösun hef ég ákveðið að vera góð við sjálfa mig (þ.e. ekki hugsa neitt um það að mig skorti sjálfsstjórn o.s.frv.) heldur hugsa bara að á morgun sé nýr dagur og þá geti ég haldið áfram að borða hollan mat. Það finnst mér ansi flott hjá mér :-)
þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Eftir að hafa verið á þeytingi í tvo daga
er hugurinn á mér svo ofvirkur að ég næ ekki að slaka á og sofna. Hvað er þá betra en setjast fyrir framan tölvuna og blogga aðeins? Aðalfréttin er sú að við eigendur Potta og prika skrifuðum undir leigusamning í Reykjavík og ætlum að flytja búðina á Glerártorg þegar það verður stækkað. Þessi ákvörðun var tekin að vel yfirlögðu ráði og við trúum því að fyrirtækið nái að blómstra í stærra húsnæði þar sem hægt verður að bæta við vöruúrvalið og fleira fólk á leið hjá. Það hefur háð okkur svolítið hvað verslunin er lítil í dag (þó það sé viss sjarmi fólginn í því) og viðskiptavinir kvarta undan því að gleyma okkur þarna í Strandgötunni. Þannig að það eru spennandi tímar framundan, við þurfum að fara á fullt að láta hanna búðina og undirbúa allt saman þannig að hægt sé að innrétta í aprílmánuði, en formleg opnun verður 2. maí. Jamm, nóg að gera á næstunni, jólaösin og svo Glerártorg - bara gaman að því!
mánudagur, 5. nóvember 2007
Beðið eftir flugi
Við Sunna erum að fara í innkaupaferð fyrir Potta og prik og ætluðum að leggja af stað kl. 9.25 en því miður er seinkunn á fluginu svo það fer ekki fyrr en 11.15. Það er hálf leiðinlegt að bíða svona og í stað þess að nota tímann í eitthvað gáfulegt er ég bara að hangsa. Er hálf þreytt eitthvað og það hefði verið afskaplega gott að vita um þessa miklu seinkunn í gærkvöldi og geta sofið lengur en ég vaknaði klukkan sjö og dreif mig í sund. Sá fyrst þá að það voru skilaboð frá flugfélaginu í símanum mínum (sem höfðu verið send um tíuleytið í gærkvöldi) en þá hafði ég ekki heyrt neitt píp því ég geymi hann venjulega í töskunni minni yfir nóttina. Æ, jæja, best að hætta þessu tuði og fara að pakka.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)