þriðjudagur, 30. október 2007

Það biðu örugglega 50 bílar

fyrir utan dekkjaverkstæðið þegar ég kom keyrandi á sumardekkjunum í fljúgandi hálku. Ég gat ekki séð að það væri neins staðar laust pláss fyrir einn bíl í viðbót og ákvað að bíllinn minn gæti alveg eins staðið áfram í bílskúrnum heima eins og í þessari kös. Til að nýta ferðina skrapp ég í Sportver og keypti vettlinga á Ísak og rölti inn í Nettó í leiðinni. Tók bara litla körfu af því ég ætlaði ekki að gera nein stórinnkaup en alltaf bættist meira og meira í körfuna því ég mundi alltaf eftir einhverju fleiru sem vantaði. Þegar ég var svo að seta vörurnar í ísskápinn heima velti ég um koll safafernu sem stóð þar opin, og það sullaðist ávaxtasafi út um allt. Skemmtilegt!

Engin ummæli: