miðvikudagur, 31. október 2007
Það ætlar að ganga erfiðlega að ná hinum fullkomna espresso
þriðjudagur, 30. október 2007
Það biðu örugglega 50 bílar
Var bara alein í sundlauginni um tíma í morgun
mánudagur, 29. október 2007
Haust í Berlín - Vetur á Akureyri
þriðjudagur, 23. október 2007
Fjör, fjör og aftur fjör
mánudagur, 22. október 2007
Litadýrð á himni
Það má eiginlega segja að himininn hafi staðið í ljósum logum seinni part laugardagsins. Samspil vindsins, skýjanna og sólarinnar sem var að setjast bjó til hinar ótrúlegustu myndir sem breyttust í sífellu. Hér er aðeins eitt sýnishorn. Líklega hefði ég þurft að vera með þrífót til að geta gert þessu almennileg skil.
laugardagur, 20. október 2007
Þegar unglingurinn var spurður
fimmtudagur, 18. október 2007
Er hálf "lost" eitthvað í dag
Það styttist líka í Berlínarferðina, ein vika til stefnu. Það verður gaman að bregða sér út fyrir landsteinana enda erum við að fara með skemmtilegu fólki. Bara stór galli að búa úti á landi og þurfa alltaf að bæta ferðum til og frá Reykjavík við ferðalagið.
þriðjudagur, 16. október 2007
Þá er sýningin afstaðin og allt gekk vel
Annars er hálf leiðinlegt veður, kalt og snjóföl á jörðu í morgun með tilheyrandi hálku. Tvær konur í sundi voru að tala um það að Akureyringar kynnu þó allavega að keyra í hálku (þ.e. aka hægt) og höfðu greinilega samanburðu úr höfuðborginni. Ég sem sagt syndi enn á morgnana en minna hefur farið fyrir þeim áætlunum mínum að fara líka í ræktina. Veit ekki alveg hvað ég á að gera í því máli.
Gengur hins vegar bara furðu vel að sleppa sykri og hvítu hveiti úr mataræðinu og er duglegri að borða ávexti og grænmeti. Það kemur reyndar ennþá yfir mig alveg skelfileg löngun í sykur þegar ég er þreytt eða stressuð en í gær uppgötvaði ég þurrkaðar apríkósur sem eru mjög sætar á bragðið en hafa bara blóðsykurstuðul uppá 43 (minnir mig) og hækkar því ekki blóðsykurinn hratt eins og hvítur sykur gerir.
föstudagur, 12. október 2007
Sykurfíknin lætur á sér kræla
Matur-inn 2007 um helgina
laugardagur, 6. október 2007
Vel heppnuð afmælisveisla
miðvikudagur, 3. október 2007
Reynitrén eru svo falleg á þessum tíma árs,
eru reyndar orðin enn fallegri síðan þessi mynd var tekin, en hér voru jú berin í aðalhlutverki. Það er búið að vera yndislegt haustveður hér í dag og í gær, alveg eins og maður vill hafa það.
Annars er ekki mikið að frétta... ég keypti mér nýjan sundbol um daginn sem reyndist of stuttur á mig þegar til kom - spælandi .... og svo er afmælisveisla hjá Pottum og prikum á laugardaginn. Vonandi kíkja sem flestir í kaffi til okkar, verðum með opið frá 11-16 :-)