laugardagur, 29. september 2007

Litadýrð í bakgarðinum

Náttúran breytir ört um svip þessa dagana og það eru eiginlega forréttindi að fá að fylgjast með þessum umbreytingum. Ég tók þessa mynd áður en ég fór í vinnuna í morgun og ætlaði svo að fara eftir vinnu og taka fleiri haustlitamyndir. Þessa þrjá tíma á meðan ég var í vinnunni var glampandi sól og hið fallegasta veður en það stóð á endum að þegar ég var komin í bílinn og ætlaði í myndatökuferð þá dró ský fyrir sólu...

Engin ummæli: