miðvikudagur, 13. júní 2007

Þrátt fyrir að hafa legið í leti í gær

er ég að drepast úr þreytu og óupplögðheitum í dag. Kannski ég hafi bara verið of mikið úti í sólinni í gær og það sé ástæðan fyrir því hvað ég er lufsuleg í dag. Verð þó að viðurkenna að ég er að drepast úr strengjum eftir æfinguna í fyrradag og það bætir ekki úr skák. Þannig að það saxast lítið á listann sem ég bjó til yfir allt sem ég ætlaði að gera á næstunni, s.s. að fara á bókasafnið og í Bónus, kaupa fleiri sumarblóm og ... (ég er svo sljó í höfðinu í augnablikinu að ég man ekki meira). Er að reyna að herða mig upp í að fara í Bónus því við Valur erum að fara í smá ferðalag á morgun og það þýðir víst ekki að skilja ungana eftir matarlausa í hreiðrinu á meðan. Við ætlum að skella okkur vestur í Dýrafjörð en þar hafa bróðir Vals og mágkona keypt sér gamalt hús sem þau ætla að gera upp. Það verður gaman að koma í þennan landshluta því ég hef aldrei áður komið á Vestfirðina.

Engin ummæli: