sunnudagur, 27. ágúst 2006

Fersk í morgunsárið

Það er eitthvað alveg sérstakt við það að fara í sund snemma á morgnana um helgar. Nánast enginn í lauginni og eitthvað svo mikil ró yfir öllu. Ég hjólaði í sundið (hef verið bíllaus síðan á fimmtudaginn og finnst það fínt!) og fannst ég vera alveg hrikalega fersk. Stefni svo að því að fara út að ganga seinna í dag. Önnur verkefni dagsins eru að klára að fara yfir próf í markaðsfræðinni og laga til í húsinu. Og aldrei að vita nema ég baki eina köku eða svo...

Engin ummæli: