mánudagur, 24. júlí 2006

Á leið austur á bóginn

Það stóð alltaf til að ferðast smávegis í sumarfríinu. Við Valur fórum reyndar suður í síðustu viku til að heimsækja mömmu hans sem fékk kransæðastíflu og fór í hjartaþræðingu - en þar fyrir utan höfum vð að mestu (eða alfarið) verið heima. Það er hið besta mál að slappa af heima í sumarfríinu, sérstaklega ef veðrið er gott. Við borðuðum t.d. úti í fyrrakvöld í sólskini og hita og hefðum ekki verið ánægðari þó við værum á Ítalíu eða öðrum suðrænum stað. Í gærkvöldi vorum við boðin í dýrindis máltíð, hreindýrahrygg, hjá vinafólki okkar sem er því miður að flytja suður (eins og svo margir aðrir...). En í dag verður líklega kvöldmatur á Egilsstöðum eða í Atlavík þar sem ætlunin er að gista í tjaldi að beiðni Ísaks. Svo er meiningin að kíkja á Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri en aldrei að vita nema það breytist og við spilum þetta af fingrum fram.

Þetta var skýrsla dagsins, sérstaklega skrifuð fyrir ættingjana svo þeir viti hvar okkur er að finna á næstunni :-)

Engin ummæli: