föstudagur, 17. mars 2006

Tilviljanir eru skondnar

Í gærmorgun þegar ég var að keyra í sundlaugina stoppaði ég við innkeyrsluna að planinu hjá Íþróttahöllinni til að hleypa tveimur stelpum yfir götuna. Þetta voru systur, önnur á unglingsaldri og hin ca. 6-7 ára, og sú eldri hélt í hendina á yngri systur sinni.

Núna áðan var ég aftur á leiðinni í sund og stoppaði fyrir sömu systrunum, á sama stað, og aftur leiddi sú eldri þá yngri.

Þetta væri auðvelt að skýra með því að ég færi alltaf á nákvæmlega sama tíma í sund - en ég var sem sagt ekki á ferðinni á sama tíma í dag og í gær.

Engin ummæli: