miðvikudagur, 26. október 2005
Sól, snjór og 3 gráður á Celsius
hvað er betra en fara út í gönguferð í hádeginu? Gekk niður á Glerártorg og tilbaka hingað upp á Sólborg. Ah, gerist ekki ljúfara, ég er endurnærð ;O)
Það er alltaf hálfgert happdrætti
að velja sér braut til að synda í á morgnana. Flestir eru reyndar svo vanafastir að þeir synda alltaf í sömu brautinni og ég er t.d. farin að vita að á braut 1, 5 og 6 er yfirleitt eldra fólk sem syndir hægt. Á braut 2 eru flestir sem synda með blöðkur og gæti því verið fínt fyrir mig að vera þar, en þau eru ansi mörg svo ég nenni ekki að vera þar. Þannig að það er yfirleitt spurning um brautir 3 eða 4 fyrir mig.
Í morgun voru tvær manneskjur að synda í braut 4 svo ég fór í 3 í staðinn því þar var bara ein kona. Og mér til mikillar ánægju fór hún uppúr rétt um það leyti sem ég var að setja blöðkurnar á mig og ég hafði brautina út af fyrir mig. En Adam var ekki lengi í Paradís... fljótlega kom karlmaður sem syndir alltaf bringusund (blöðkulaus) en það var allt í lagi, ég fór bara framúr honum þegar við átti. Nema hvað, skömmmu síðar kemur ein eldri frú (sem er reyndar ótrúlega spræk, syndir skriðsund og hvaðeina en bara alveg rosalega hæææægt) og þá vandaðist málið.
Nú þurfti ég að fara framúr tveimur manneskjum og karlmaðurinn þurfti að fara fram úr konunni í hverri ferð því hann synti töluvert hraðar en hún. Sundferðin breyttist sem sagt í hindrunarsund þar sem aðalatriðið var að reikna út fjarlægðir og tímasetja framúrsund rétt svo enginn myndi slasast... Þetta gekk nú allt vel - en mikið rosalega held ég að þau tvö hafi verið fegin þegar ég fór uppúr ;O)
Í morgun voru tvær manneskjur að synda í braut 4 svo ég fór í 3 í staðinn því þar var bara ein kona. Og mér til mikillar ánægju fór hún uppúr rétt um það leyti sem ég var að setja blöðkurnar á mig og ég hafði brautina út af fyrir mig. En Adam var ekki lengi í Paradís... fljótlega kom karlmaður sem syndir alltaf bringusund (blöðkulaus) en það var allt í lagi, ég fór bara framúr honum þegar við átti. Nema hvað, skömmmu síðar kemur ein eldri frú (sem er reyndar ótrúlega spræk, syndir skriðsund og hvaðeina en bara alveg rosalega hæææægt) og þá vandaðist málið.
Nú þurfti ég að fara framúr tveimur manneskjum og karlmaðurinn þurfti að fara fram úr konunni í hverri ferð því hann synti töluvert hraðar en hún. Sundferðin breyttist sem sagt í hindrunarsund þar sem aðalatriðið var að reikna út fjarlægðir og tímasetja framúrsund rétt svo enginn myndi slasast... Þetta gekk nú allt vel - en mikið rosalega held ég að þau tvö hafi verið fegin þegar ég fór uppúr ;O)
sunnudagur, 23. október 2005
Ég var með
kvennaklúbb á föstudaginn og aldrei þessu vant þá gekk undirbúningurinn svona líka ljómandi vel. Eftir að hafa flett blöðum og bókum í leit að einhverju fljótlegu (ég nenni aldrei að eyða einhverjum rosa tíma í eitthvað dúllerí) fann ég þrjár uppskriftir hver annari fljótlegri og ólíkari. Fyrst bjó ég til súkkulaðiköku með súkkulaðirjóma, svo spínat-ríkotta píramída (sem var í klúbbablaði Gestgjafans) og loks crostini með fíkjum og gráðosti. Mér tókst reyndar næstum því að kveikja í því síðastnefnda en það átti nefnilega að byrja á því að skera eina baguette (stóð svona í uppskrifitinni, það sér hver heilvita maður að baguette er miklu fínna orð heldur en snittubrauð...) í sneiðar og grilla báðum megin áður en lengra væri haldið. Ég skar brauðið samviksusamlega í sneiðar, setti inn í ofninn... og steingleymdi því... a.m.k. í smá stund. Það voru sem betur fer bara kantarnir sem voru brunnir og auðveldlega hægt að skafa brunarákina í burtu. Ég er snillingur í eldhúsinu, það verður ekki af mér skafið. En svo ég klári nú bara uppskriftina að þessum rétti, þá á næst að smyrja smurgráðaosti ofan á sneiðarnar, þá skera ferskar fíkjur í litla báta og setja ofaná, og loks að bræða saman hálfan dl. púðursykur og hálfan dl. balsamedik og hellla ofan á fíkjurnar. Þetta vakti þvílíka lukku hjá dömunum að ég naut þess í smástund að finnast ég bara ágætis kokkur ;O) En til að lesendur þessa pistils skilji af hverju það er ánægjuefni hjá mér þá læt ég hér fylgja að lokum eina setningu sem heyrðist þegar liðið var á klúbbinn og maðurinn minn var kominn heim. Ég hafði farið fram í eldhús til að tala við hann og ákvað að nota tækifærið og fylla á crostini diskinn og þegar ég kom aftur inn í stofu gellur í einni "ertu svo bara með manninn í eldhúsinu - er hann kannski búinn að gera þetta allt?"
þriðjudagur, 18. október 2005
Skammdegið lætur ekki að sér hæða
það læðist aftan að manni og allt í einu er myrkur þegar maður vaknar á morgnana og svoooo erfitt að koma sér á fætur. Og ef eitthvað er, jafnvel enn erfiðara að hafa sig af stað í sundið. Í búningsklefanum er ég enn að hugsa um hvað ég sé þreytt og hef orð á því við konu sem þar er stödd að ég nenni varla að synda í dag. "Þú sleppir því og ferð bara í pottinn og gufuna eins og ég gerði" svarar hún, reiðubúin að leysa öll mín vandamál, en mér finnst það hálfgert svindl. Veit líka eins og er að þá missi ég af því að anda að mér súrefni og fá blóðið almennilega á hreyfingu. Fer geispandi í sturtu og hitti þar fyrir aðra konu sem segir "já, nú er skammdegið komið, allt verður svo miklu erfiðara í skammdeginu" alveg eins og hún hafi lesið hugsanir mínar. Ekki get ég annað en tekið undir það. Síðan dröslast ég þreytulega að bakkanum, læt mig leka ofan í laugina og viti menn... um leið og ég spyrni mér frá bakkanum og tek fyrstu sundtökin er ég búin að steingleyma því að ég hafi átt eitthvað erfitt með að koma mér af stað ;O)
mánudagur, 17. október 2005
Það sem tíminn flýgur...
það verða komin jól áður en maður veit af. Annars var ég nú bara fegin að síðasta vika skyldi líða titölulega hratt, það var alltaf eitthvað óskemmtilegt að koma fyrir mig - en sem betur fer slapp ég þó með skrekkinn. Klessti t.d. ekki á bílinn sem rann í veg fyrir mig á gatnamótum og braut engin bein þegar ég flaug á hausinn (lenti reyndar á mjöðminni, ekki hausnum) á bílastæðinu fyrir utan vinnustaðinn síðar í vikunni. En nú er komin ný vika og um að gera að brosa framan í heiminn ;O)
þriðjudagur, 11. október 2005
Ég hef náttúrulega verið svo upptekin
að framkvæma hluti af listanum að ég hef ekki mátt vera að því að blogga... eða þannig. Ég átti hina bestu helgi með systur minni sem því miður er horfin aftur heim til sín ;-( Það er alltaf hálf tómlegt þegar góðir gestir eru farnir aftur en þá er bara að njóta minninganna um samveruna ;-) En þó við höfum ekki gert margt þá höfum við örugglega framkvæmt einhver atriði af listanum, s.s. að fara út að ganga, fara í sund, hlustað á börn hlægja og örugglega eitthvað fleira. Valur sá til þess að þau mæðgin og við hin yrðum ekki hungurmorða og Hrefna og Elli nutu líka góðs af því á sunnudeginum.
Ég er áfram í blogg-letikasti og hef ákveðið að skrifa bara þegar andinn er yfir mér - hmm, vonandi verður það einhvern tímann... Yfir og út.
Ég er áfram í blogg-letikasti og hef ákveðið að skrifa bara þegar andinn er yfir mér - hmm, vonandi verður það einhvern tímann... Yfir og út.
þriðjudagur, 4. október 2005
Litlir hlutir sem gera má til að auka vellíðan í lífinu
Ég var að laga til í einhverjum skúffum hjá mér um daginn og rakst þá á eftirfarandi lista sem er víst kominn frá séra Þórhalli Heimissyni. Mér finnst þetta bara ansi góður listi hjá honum ;O)
1. Haltu dagbók
2. Spilaðu á greiðu
3. Farðu á námskeið í slökun
4. Horfðu á himininn
5. Horfðu á skýin
6. Slepptu lyftunni og notaðu stigann
7. Búðu til jurtate
8. Skrifaðu vini þínum bréf
9. Skrifaðu maka þínum fallega kveðju
10. Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína
11. Taktu dansspor í stofunni
12. Hlustaðu á rigninguna
13. Leyfðu þér að gráta
14. Leyfðu þér að hlægja
15. Láttu aðra vita af væntumþykju þinni
16. Horfðu á sólarlagið
17. Hlustaðu á börn hlægja
18. Farðu út að hlaupa eða ganga
19. Taktu til
20. Horfðu á gamanmynd
21. Skrifaðu lista yfir alla jákvæða hæfileika þín
22. Hugsaðu um eitthvað jákvætt í fari allra sem þú hittir
23. Horfðu á sólaruppkomuna
24. Flokkaðu og farðu með rusl í endurvinnslu
25. Gerðu grín að sjálfum þér
26. Farðu út að borða
27. Faðmaðu barnið þitt/unglinginn þinn
28. Borðaðu rómantíska máltíð við kertaljós með maka þínum
29. Gerðu eitthvað til að auka friðinn í heiminum
30. Eldaðu grænmetismáltíð
31. Andaðu djúpt tíu sinnum í röð
32. Farðu í ævintýraferð í huganum
33. Farðu í messu
34. Láttu maka þinn nudda á þér bakið
35. Nuddaðu bakið á maka þínum
36. Syngdu uppáhaldssönginn þinn
37. Farðu í heitt bað
38. Farðu í heitan pott
39. Íhugaðu
40. Farðu í jóga
41. Skrifaðu ljóð
42. Gerðu einhverjum gott (án þess að þér sé þakkað fyrir)
43. Lestu eitthvað sem er fullt af gleði, von og ást
44. Fáðu þér lúr
45. Gerðu teygjuæfingar
46. Hringdu í einhvern sem þú hefur ekki talað við lengi
47. Farðu á námskeið
48. Fyrirgefðu sjálfum þér
49. Fyrirgefðu öðrum
50. Eyddu helginni á fallegum og rólegum stað
51. Kíktu í leikhús á gamanleikrit
52. Bakaðu köku
53. Leiktu þér að nýjum hugmyndum
54. Leiktu þér að flugdreka
55. Sofðu hjá
56. Lestu teiknimyndaseríur
57. Klifraðu uppí tré, uppá hæð eða uppá fjall
58. Faðmaðu maka þinn
59. Farðu í hjólreiðatúr
60. Farðu á skauta
61. Láttu þig dreyma dagdrauma
62. Gefðu blóð
63. Taktu til í skápum
64. Kauptu blóm
65. Láttu eins og kjáni
66. Farðu í róðrartúr
67. Heimsæktu húsdýragarðinn
68. Gefðu öndunum
69. Farðu í stutta kraftgöngu um hverfið þitt
70. Gefðu þér verðlaun fyrir vel unnin störf
71. Heimsæktu veikan vin
Láttu hugann leika um listann. Skrifaðu niður á blað fleiri hugmyndir að einhverju sem þú getur gert til að LIFA LÍFINU LIFANDI!
Veldu síðan þrjá hluti sem þú ætlar að gera í dag. Endurtaktu valð á hverjum degi, alla daga og NJÓTTU SVO DAGSINS
1. Haltu dagbók
2. Spilaðu á greiðu
3. Farðu á námskeið í slökun
4. Horfðu á himininn
5. Horfðu á skýin
6. Slepptu lyftunni og notaðu stigann
7. Búðu til jurtate
8. Skrifaðu vini þínum bréf
9. Skrifaðu maka þínum fallega kveðju
10. Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína
11. Taktu dansspor í stofunni
12. Hlustaðu á rigninguna
13. Leyfðu þér að gráta
14. Leyfðu þér að hlægja
15. Láttu aðra vita af væntumþykju þinni
16. Horfðu á sólarlagið
17. Hlustaðu á börn hlægja
18. Farðu út að hlaupa eða ganga
19. Taktu til
20. Horfðu á gamanmynd
21. Skrifaðu lista yfir alla jákvæða hæfileika þín
22. Hugsaðu um eitthvað jákvætt í fari allra sem þú hittir
23. Horfðu á sólaruppkomuna
24. Flokkaðu og farðu með rusl í endurvinnslu
25. Gerðu grín að sjálfum þér
26. Farðu út að borða
27. Faðmaðu barnið þitt/unglinginn þinn
28. Borðaðu rómantíska máltíð við kertaljós með maka þínum
29. Gerðu eitthvað til að auka friðinn í heiminum
30. Eldaðu grænmetismáltíð
31. Andaðu djúpt tíu sinnum í röð
32. Farðu í ævintýraferð í huganum
33. Farðu í messu
34. Láttu maka þinn nudda á þér bakið
35. Nuddaðu bakið á maka þínum
36. Syngdu uppáhaldssönginn þinn
37. Farðu í heitt bað
38. Farðu í heitan pott
39. Íhugaðu
40. Farðu í jóga
41. Skrifaðu ljóð
42. Gerðu einhverjum gott (án þess að þér sé þakkað fyrir)
43. Lestu eitthvað sem er fullt af gleði, von og ást
44. Fáðu þér lúr
45. Gerðu teygjuæfingar
46. Hringdu í einhvern sem þú hefur ekki talað við lengi
47. Farðu á námskeið
48. Fyrirgefðu sjálfum þér
49. Fyrirgefðu öðrum
50. Eyddu helginni á fallegum og rólegum stað
51. Kíktu í leikhús á gamanleikrit
52. Bakaðu köku
53. Leiktu þér að nýjum hugmyndum
54. Leiktu þér að flugdreka
55. Sofðu hjá
56. Lestu teiknimyndaseríur
57. Klifraðu uppí tré, uppá hæð eða uppá fjall
58. Faðmaðu maka þinn
59. Farðu í hjólreiðatúr
60. Farðu á skauta
61. Láttu þig dreyma dagdrauma
62. Gefðu blóð
63. Taktu til í skápum
64. Kauptu blóm
65. Láttu eins og kjáni
66. Farðu í róðrartúr
67. Heimsæktu húsdýragarðinn
68. Gefðu öndunum
69. Farðu í stutta kraftgöngu um hverfið þitt
70. Gefðu þér verðlaun fyrir vel unnin störf
71. Heimsæktu veikan vin
Láttu hugann leika um listann. Skrifaðu niður á blað fleiri hugmyndir að einhverju sem þú getur gert til að LIFA LÍFINU LIFANDI!
Veldu síðan þrjá hluti sem þú ætlar að gera í dag. Endurtaktu valð á hverjum degi, alla daga og NJÓTTU SVO DAGSINS
mánudagur, 3. október 2005
Sissel heillaði landann uppúr skónum
enda með eindæmum skemmtileg söngkona. Hefur mikla útgeislun og greinilega húmor líka. Ég var svo ánægð með að hún skyldi tala norsku á tónleikunum, óttaðist það nefnilega fyrirfram að hún myndi tala við áheyrendur á ensku milli laga en mig langaði svo ógurlega að hlusta á Bergens-mállýskuna hennar. Eini gallinn við þessa annars ágætu tónleika var sá að mér fannst allt þetta undirspil (sinfóníuhljómsveit, kór og hennar eigið band) og ljósashow, vera fullmikið á köflum. Hefði frekar viljað einfaldari útsetningar á lögunum - meiri Sissel og minna af öllu hinu. En þetta var engu að síður skemmtilegt ;O)
Var að kenna í kvöld frá 17-19. Get ekki sagt að ég sé í mínu besta formi á þeim tíma sólarhringsins en þetta hefst nú allt engu að síður. Svo eru nemendurnir líka þreyttir... og svangir... þannig að það er ekki beint hægt að kalla þetta kjöraðstæður til náms.
Var að kenna í kvöld frá 17-19. Get ekki sagt að ég sé í mínu besta formi á þeim tíma sólarhringsins en þetta hefst nú allt engu að síður. Svo eru nemendurnir líka þreyttir... og svangir... þannig að það er ekki beint hægt að kalla þetta kjöraðstæður til náms.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)