Ég hef verið afskaplega löt að taka myndir í ár og veit ekki alveg hver ástæðan er. Ætli það sé nokkuð flóknara en svo að áhugamál koma stundum í "bylgjum" og liggja svo í hálfgerðu dái á milli. En núna nýlega hef ég farið í tvígang út með myndavélina af því mig LANGAÐI til þess, svo ég er kannski á batavegi.Í dag fórum við Valur út á Svalbarðseyri og ég tók myndir þar, þó staðsetningin sem slík sjáist nú ekki á meðfylgjandi mynd. En hvönnin í haust/vetrarbúningi er alltaf vinsælt myndefni hjá mér og ekki skemmir fyrir þegar tjörnin fyrir aftan gefur svona fallega bláan bakgrunn.Annað sem ég hef verið löt að gera, er að blogga. Það dugði ekki einu sinni að útbúa mína persónulegu bloggáskorun - 100 bloggfærslur á árinu. Ef ég á að ná því þá verða fleiri en ein færslur suma daga ;-)P.S. Þetta er bloggfærsla 10/100 í bloggáskorun ársins 2021
mánudagur, 11. október 2021
Áhugamál - hæðir og lægðir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli