Amma Guðný
Það er pínu óraunverulegt að vera orðin amma, en engu að síður mjög gaman og gefandi. Erik Valdemar Egilsson fæddist 24. júlí og ég er búin að skreppa nokkrar ferðir til Danmerkur síðan. Fyrst fór ég í byrjun ágúst, síðan fórum við Valur í október (í tengslum við Spánarferðina), svo skrapp ég seinni partinn í nóvember og loks núna. Þau komu líka heim og voru hjá okkur í þrjár vikur um jólin, og svo bjargar Skype ótrúlega miklu. Erik er sprækur ungur herramaður sem finnst lífið svo spennandi að það megi ekki vera að sofa of mikið því þá missir maður jú af öllu fjörinu. Það er gaman hvað hann virðist þekkja mig og ömmuhlutverkið á vonandi bara eftir að verða betra og betra eftir því sem hann stækkar.
Ég gisti hjá mömmu eina nótt á leiðinni út og það var virkilega ánægjulegt að sjá hvað hún er orðin frískleg eftir allar hremmingar síðasta árs.
Útsýnið af svölunum hjá þeim. Það er að koma vor í Danmörku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli