Það kemur ennþá yfir mig annað slagið að langa til að blogga en hugsanlega er
þátttaka mín á blipfoto að ganga af blogginu dauðu. Ekki ætla ég að kenna manninum mínum um eitt né neitt, en honum finnst t.d. skemmtilegra að lesa það sem ég skrifa á blippinu, líklega vegna þess að ég hef ekki „misst mig“ jafnmikið í að skrifa þunglyndislegar færslur um vefjagigt, þreytu og örmögnun.
Samt finnst mér hálfgerð synd að láta þetta veslast svona upp, eftir að hafa bloggað í rúm tíu ár. Gallinn við blippið er líka að þar er bara hægt að birta eina mynd á dag, en hér get ég t.d. sett inn margar myndir í einu
úr ferðalagi eða ljósmyndaferð, svo dæmi sé nefnt. Ég ætlaði alltaf að setja inn smá ferðasögu um Spánarferðina okkar núna í haust, en hef ekki haft mig í það.