í rokinu. Við fórum meðal annars niður á Eimskipafélagsbryggju og Hoefner bryggju og tókum nokkrar myndir. Hann var með þrífót en ég tók fríhendis. Myndirnar tókust nú misvel eins og gengur en þetta var samt fín ferð hjá okkur.
sunnudagur, 30. desember 2007
"Ekkert ferðaveður er á Suður- Vestur- og á Norðurlandi"
Þessi setning er tekin af vef Vegagerðarinnar kl. 11.59 þannig að við hefðum greinilega verið veðurteppt í Reykjavík ef við hefðum farið suður eins og ætlunin var. Já stundum er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.
laugardagur, 29. desember 2007
Ákvarðanir
eru miserfiðar, allt frá því að vera mjög auðveldar (eins og hvaða tegund af tannkremi við ætlum að kaupa) uppí að vera mjög erfiðar (eins og þegar við erum að ákveða hvað við ætlum að "verða þegar við verðum stór"). Það tímabil sem fer í hönd þegar við erum að ákveða milli tveggja eða fleiri valkosta getur stundum verið erfitt, eins og sést best á málshættinum sem allir þekkja "sá á kvölina sem á völina".
Við Valur lentum í hálfgerðri krísu í gær og í dag þegar við vorum að ákveða hvort við ættum að fara suður í brúðkaup bróðurdóttur hans sem er haldið núna í kvöld, laugardagskvöld. Við höfðum svo sannarlega ætlað okkur að fara og vorum bæði búin að skipuleggja frí frá vinnu vegna ferðarinnar. Fyrst var reyndar ætlunin að fara á föstudegi og heim á sunnudegi en meðal annars vegna Andra og Ísaks sem vildu stoppa sem styst í Reykjavík ákváðum við að fara frekar í dag og heim á morgun. Þá bar svo við að veðurspáin fyrir sunnudaginn var afar leiðinleg, spáð var roki/stormi og rigningu og ekki spennandi tilhugsun að keyra heim í slíku veðri. Sérstaklega þar sem snjór er núna yfir öllu og ljóst að yrði mjög hált þegar færi að hlána. Valur þurfti að vera kominn norður þann 30. því hann er á vakt á sjúkrahúsinu þann 31. og þá var aðeins eftir sá kostur að keyra heim um nóttina, eftir að hafa verið í veislunni. Ég gat varla hugsað mér að keyra norður um miðja nótt um hávetur. Fyrir utan að komast hvergi á klósett (og ég er ekki beint með samkvæmisblöðru) og að þetta færi ekki vel með bakið á mér (sem er slæmt fyrir) þá væru líka fáir á ferli ef eitthvað kæmi uppá hjá okkur.
Skynsemin sagði okkur að best væri að fara hvergi en hins vegar langaði okkur bæði afskaplega mikið að mæta í veisluna, þannig að við vorum í úlfakreppu. Valur lá á netinu og skoðaði veðurspár og færð á vegum og við vonuðum að spáin myndi breytast til hins betra. En í morgun var alveg sama spáin og ákvörðun endanlega tekin um að vera heima. Þrátt fyrir að við vitum bæði að þetta hafi verið skynsamlegasti leikurinn í stöðunni þá erum við bæði hálf ósátt við þetta og hálf vængbrotin eitthvað. Jamm og jæja, svona fór um sjóferð þá.
Við Valur lentum í hálfgerðri krísu í gær og í dag þegar við vorum að ákveða hvort við ættum að fara suður í brúðkaup bróðurdóttur hans sem er haldið núna í kvöld, laugardagskvöld. Við höfðum svo sannarlega ætlað okkur að fara og vorum bæði búin að skipuleggja frí frá vinnu vegna ferðarinnar. Fyrst var reyndar ætlunin að fara á föstudegi og heim á sunnudegi en meðal annars vegna Andra og Ísaks sem vildu stoppa sem styst í Reykjavík ákváðum við að fara frekar í dag og heim á morgun. Þá bar svo við að veðurspáin fyrir sunnudaginn var afar leiðinleg, spáð var roki/stormi og rigningu og ekki spennandi tilhugsun að keyra heim í slíku veðri. Sérstaklega þar sem snjór er núna yfir öllu og ljóst að yrði mjög hált þegar færi að hlána. Valur þurfti að vera kominn norður þann 30. því hann er á vakt á sjúkrahúsinu þann 31. og þá var aðeins eftir sá kostur að keyra heim um nóttina, eftir að hafa verið í veislunni. Ég gat varla hugsað mér að keyra norður um miðja nótt um hávetur. Fyrir utan að komast hvergi á klósett (og ég er ekki beint með samkvæmisblöðru) og að þetta færi ekki vel með bakið á mér (sem er slæmt fyrir) þá væru líka fáir á ferli ef eitthvað kæmi uppá hjá okkur.
Skynsemin sagði okkur að best væri að fara hvergi en hins vegar langaði okkur bæði afskaplega mikið að mæta í veisluna, þannig að við vorum í úlfakreppu. Valur lá á netinu og skoðaði veðurspár og færð á vegum og við vonuðum að spáin myndi breytast til hins betra. En í morgun var alveg sama spáin og ákvörðun endanlega tekin um að vera heima. Þrátt fyrir að við vitum bæði að þetta hafi verið skynsamlegasti leikurinn í stöðunni þá erum við bæði hálf ósátt við þetta og hálf vængbrotin eitthvað. Jamm og jæja, svona fór um sjóferð þá.
miðvikudagur, 26. desember 2007
Smá jólavæmni í gangi...
Valur fór hálf partinn í klessu yfir þessari mynd- og textabirtingu hér fyrir neðan. Fannst ég sjálfsagt vera með óþarfa fagurgala. En sem sagt, bara smá jólavæmni í gangi hjá mér og ég fer nú ekkert að taka þetta til baka ;-)
Og fallegi maðurinn minn
Með jólagjöfina sem hann fékk frá Kidda (hinum megin er mynd af Landrover jeppanum sem nefnist Tuddinn í daglegu tali).
Jólin komin og farin... eða næstum því
Búðarkonan var hvíldinni fegin, sofnaði ekki ofan í súpuna á aðfangadagskvöld (enda engin súpa í matinn) en féll nærri því í ómegin sökum hita og þreytu þegar verið var að útdeila pökkunum. Var áfram þreytt í gær, jóladag, og leið eins og afturganga um húsið megnið af deginum þrátt fyrir að hressast um stund eftir gönguferð með æskuvinkonu sinni. Svaf nærri tólf tíma síðustu nótt og var ægilega ánægð í svolitla stund þar sem hún hélt að nú væri hún úthvíld. Var svo hress að hún stakk uppá gönguferð með bóndanum og út fóru þau í snjóinn og rokið. Síðasti hjalli leiðarinnar reyndist henni hins vegar ofviða. Um litla brekku var að ræða og snjóþæfingur gerði henni svo erfitt fyrir að þegar heim var komið leið henni eins og hún hefði verið í fjallgöngu, alveg úrvinda og illt í baki og hné. Já, nú er illt í efni og ljóst að búðarkonan verður að taka sjálfa sig í algjöra yfirhalningu á nýju ári. Góðu fréttirnar eru þær að það var mikið verslað í Pottum og prikum fyrir jólin og búðin greinilega að stimpla sig inn hjá bæjarbúum.
Að öðru leyti ganga jólin fyrir sig eins og við er að búast. Hamborgarahryggur, hangikjöt og humar eru á matseðlinum og heilar tvær smákökusortir. Engar tertur, engin fjölskylduboð, bara konfekt og afslöppun. Valur fékk skemmtilega bók, viðtalsbók við rithöfunda, sem ég hef haft gaman af að glugga í. Búin að lesa viðtöl við Kristínu Mörju Baldursdóttur og Guðrúnu Helgadóttur og hlakka til að lesa meira. Fleiri bækur rötuðu í hér í hús og búið að lesa sumar og fletta öðrum en aðrar eru óopnaðar.
Hrefna og Erlingur eru varla komin fyrr en þau eru að fara aftur til Danmerkur. Það er próf hjá henni 2. janúar og dugar víst ekki að slæpast lengur... Þau ætla að keyra suður yfir heiðar fyrri partinn á morgun og út seinnipartinn. Aðstandendur eru pínu stressaðir yfir veðri og færð en vonandi gengur allt vel hjá þeim.
Mikið er ég annars fegin að daginn skuli vera farið lengja aftur!
Að öðru leyti ganga jólin fyrir sig eins og við er að búast. Hamborgarahryggur, hangikjöt og humar eru á matseðlinum og heilar tvær smákökusortir. Engar tertur, engin fjölskylduboð, bara konfekt og afslöppun. Valur fékk skemmtilega bók, viðtalsbók við rithöfunda, sem ég hef haft gaman af að glugga í. Búin að lesa viðtöl við Kristínu Mörju Baldursdóttur og Guðrúnu Helgadóttur og hlakka til að lesa meira. Fleiri bækur rötuðu í hér í hús og búið að lesa sumar og fletta öðrum en aðrar eru óopnaðar.
Hrefna og Erlingur eru varla komin fyrr en þau eru að fara aftur til Danmerkur. Það er próf hjá henni 2. janúar og dugar víst ekki að slæpast lengur... Þau ætla að keyra suður yfir heiðar fyrri partinn á morgun og út seinnipartinn. Aðstandendur eru pínu stressaðir yfir veðri og færð en vonandi gengur allt vel hjá þeim.
Mikið er ég annars fegin að daginn skuli vera farið lengja aftur!
miðvikudagur, 19. desember 2007
Ég hef örugglega áður bloggað um tilviljanir
því ég hef einhverra hluta vegna afskaplega gaman af ýmis konar tilviljunum. Eins og t.d. einu sinni þegar ég var að koma keyrandi heim og mætti eintómum silfurlituðum bílum. Um daginn var ég í barnaafmæli (eins og lesendur þessa bloggs vita líklega) og í afmælinu voru aðrir fullorðnir, auk mín, mamma barnsins, móðursystir, amma, nágrannakona og loks samstarfskona mömmunnar úr háskólanum. Í dag komu svo mamman og móðursystirin í búðina til mín, skömmu síðar kom nágrannakonan líka í búðina, og þegar ég fór í Hagkaupp í kvöld hitti ég þar konuna úr háskólanum. Ég hef enga þeirra hitt síðan í afmælinu og fannst það skemmtileg tilviljun að rekast á þær allar sama daginn (tja nema ömmuna sem var farin heim á Akranes).
Annars er ég að reyna að standa mig í stykkinu þessa dagana sem móðir skólabarns en það gengur misvel. Gærkvöldið fór í að prenta út jólakort handa rúmlega 50 bekkjarfélögum Ísaks og ég var barasta nokkuð ánægð með að hann skyldi geta mætt með kortin á réttum tíma í skólann. Á morgun eru svo stofujól hjá honum og þá er ætlast til þess að öll börnin mæti með smákökur en kakó fá þau í skólanum. Hér er búið að baka tvær smákökusortir og allar kökurnar eru því miður búnar... Mér tókst að redda málinu með því að stinga uppá að hann færi með laufabrauð með sér í skólann - og keypti líka einn poka af piparkökum sem hann fer með líka. Ég held nú hreinlega að þetta sé í fyrsta skipti sem svona illa er statt í smákökumálum heimilisins svo stuttu fyrir jól. Þannig að nú er víst mál til komið að bretta uppá ermarnar og baka!
Annars er ég að reyna að standa mig í stykkinu þessa dagana sem móðir skólabarns en það gengur misvel. Gærkvöldið fór í að prenta út jólakort handa rúmlega 50 bekkjarfélögum Ísaks og ég var barasta nokkuð ánægð með að hann skyldi geta mætt með kortin á réttum tíma í skólann. Á morgun eru svo stofujól hjá honum og þá er ætlast til þess að öll börnin mæti með smákökur en kakó fá þau í skólanum. Hér er búið að baka tvær smákökusortir og allar kökurnar eru því miður búnar... Mér tókst að redda málinu með því að stinga uppá að hann færi með laufabrauð með sér í skólann - og keypti líka einn poka af piparkökum sem hann fer með líka. Ég held nú hreinlega að þetta sé í fyrsta skipti sem svona illa er statt í smákökumálum heimilisins svo stuttu fyrir jól. Þannig að nú er víst mál til komið að bretta uppá ermarnar og baka!
laugardagur, 15. desember 2007
Eftir að hafa verið strandaglópar í hálfan sólarhring
á Kastrupflugvelli komust Hrefna og Erlingur loks heim í nótt. Lögðu svo af stað keyrandi norður um sexleytið í morgun og voru orðin ansi framlág þegar þau komu á leiðarenda um hádegisbilið. Það var gott að knúsa hana dóttur sína þegar hún loksins kom :-)
föstudagur, 14. desember 2007
Brjálað veður fyrir sunnan
og ekkert flogið til eða frá landinu enn sem komið er, ef ég hef skilið útvarpið rétt. Hrefna og Erlingur eru að koma heim frá Danmörku í dag þannig að nú er bara að vona að veðrið gangi niður seinni partinn svo það verði ekki seinkunn á fluginu þeirra.
Get ekki sofnað...
er hreinlega of þreytt held ég, ef það er þá hægt (að geta ekki sofnað af því maður er of þreyttur). En dagurinn í dag var eiginlega frekar skrýtinn, ég var einhvern veginn svo illa upplögð og byrjaði vinnudaginn á því að gera mistök þegar ég var að reyna að leiðrétta mistök gærdagsins (já, já, ég veit að þetta er frekar óskiljanlegt) og svo rak hvað annað, nema hvað þetta voru svo sem engar stórar gloríur sem ég gerði af mér, sem betur fer.
Ísak hefur verið veikur, er búinn að vera heima í þrjá daga og verður heima á morgun líka. Hann er nú voða duglegur að hafa ofan af fyrir sér og hefur meðal annars horft á ógrynni af James Bond myndum sem til eru hér í húsinu. Sem er eins gott því ekki er mamma hans mikið heima. Ég reyndi að gera eins og þessir foreldrar sem tala um að það séu gæðin en ekki magn samverustundanna sem skipta máli, og bakaði smákökur með honum í fyrrakvöld. Er samt með smá samviskubit yfir því að vera svona lítið heima þessa dagana - en pabbi hans ætlar að taka sér frí eftir hádegi á morgun - og ég á frí á laugardaginn, þannig að þetta stendur allt til bóta.
Ísak hefur verið veikur, er búinn að vera heima í þrjá daga og verður heima á morgun líka. Hann er nú voða duglegur að hafa ofan af fyrir sér og hefur meðal annars horft á ógrynni af James Bond myndum sem til eru hér í húsinu. Sem er eins gott því ekki er mamma hans mikið heima. Ég reyndi að gera eins og þessir foreldrar sem tala um að það séu gæðin en ekki magn samverustundanna sem skipta máli, og bakaði smákökur með honum í fyrrakvöld. Er samt með smá samviskubit yfir því að vera svona lítið heima þessa dagana - en pabbi hans ætlar að taka sér frí eftir hádegi á morgun - og ég á frí á laugardaginn, þannig að þetta stendur allt til bóta.
sunnudagur, 9. desember 2007
Vinna, vinna, vinna...
Eins gott að mér finnst gaman í vinnunni :-) Skemmtilegust eru samskiptin við viðskiptavinina en tímafrekast er að panta vörur og taka uppúr kössum. Mér finnst í rauninni ekkert leiðinlegt í þessu starfi, nema þá rólegir dagar þegar lítið er að gera, þannig að ég er auðvitað hæstánægð í vinnunni þessa annasömu desemberdaga.
Fína hugsunin mín um að vera búin að gera sem mest í nóvember var nákvæmlega það, fín hugsun. Enn á eftir að kaupa eitthvað af jólagjöfum og við erum bara búin að baka eina sort af smákökum. Sem er eiginlega kostur því mér finnast smákökur svo hrikalega góðar, sérstaklega mömmukossar, og þegar freistingin er komin nálægt mér þá er erfitt að standast hana. Við erum t.d. með sælgæti núna í búðinni fyrir viðskiptavinina og ég stelst alltaf í það annað slagið, þrátt fyrir ásetning um annað. Reyndar borða ekki jafn mikið og ég myndi gera ef ég væri ekki í nammi"bindindi". Svo er ég búin að finna nokkrar hollar smákökuuppskriftir og á örugglega eftir að prófa einhverjar þeirra.
Fína hugsunin mín um að vera búin að gera sem mest í nóvember var nákvæmlega það, fín hugsun. Enn á eftir að kaupa eitthvað af jólagjöfum og við erum bara búin að baka eina sort af smákökum. Sem er eiginlega kostur því mér finnast smákökur svo hrikalega góðar, sérstaklega mömmukossar, og þegar freistingin er komin nálægt mér þá er erfitt að standast hana. Við erum t.d. með sælgæti núna í búðinni fyrir viðskiptavinina og ég stelst alltaf í það annað slagið, þrátt fyrir ásetning um annað. Reyndar borða ekki jafn mikið og ég myndi gera ef ég væri ekki í nammi"bindindi". Svo er ég búin að finna nokkrar hollar smákökuuppskriftir og á örugglega eftir að prófa einhverjar þeirra.
fimmtudagur, 6. desember 2007
Vá, hvað er stutt til jóla
Hvað verður eiginlega um tímann? Þetta líður svo rosalega hratt allt saman. Ég var t.d. í afmæli í gær hjá 2ja ára stelpuskottu og mér finnst svo stutt síðan mamma hennar var að kenna, kasólétt, í háskólanum. Annars var það nú eiginlega bara fyndið að upplifa svona smábarnaafmæli á nýjan leik, ég er greinilega alveg komin út úr þessu. Lenti í stökustu vandræðum með að kaupa gjöf handa litlu dömunni, það eru 22 ár síðan ég átti stelpu á þessum aldri og ég hafði ekki hugmynd um hvað þessi aldurshópur væri að leika sér með. Horfði í smá stund á barbídúkkur en komst að þeirri niðurstöðu að líklega væru hún heldur ung fyrir svoleiðis. Endaði á því að kaupa Fischer Price leikföng (dúkkuna Dóru, lítið hús, rennibraut ofl - sem kostaði ekki nema 1.299 í Hagkaup þrátt fyrir allt innihaldið) sem ætluð voru 3ja ára og eldri. Hafði reyndar smá áhyggjur af því að mamman myndi halda að ég vissi ekki hvað barnið væri gamalt, en alla vega þá gat ég ekki séð betur en þetta félli vel í kramið hjá litlu skottunni.
Nanna, dóttir Fríðu bloggara og maraþonhlaupara, bjargaði mér með því að vinna fyrir mig svo ég komst í afmælið. Mér hefði þótt leiðinlegt að komast ekki því mér var boðið í 1 árs afmælið í fyrra en þá var ég að vinna og gat ekki mætt.
En nú er best að fara að elda grjónagrautinn sem á að vera í kvöldmatinn!
Nanna, dóttir Fríðu bloggara og maraþonhlaupara, bjargaði mér með því að vinna fyrir mig svo ég komst í afmælið. Mér hefði þótt leiðinlegt að komast ekki því mér var boðið í 1 árs afmælið í fyrra en þá var ég að vinna og gat ekki mætt.
En nú er best að fara að elda grjónagrautinn sem á að vera í kvöldmatinn!
miðvikudagur, 5. desember 2007
Enn komin hláka
Það er nú meira hvað veðurfarið hér er óstöðugt. Mikið vildi ég bara hafa snjóinn í friði, það er líka miklu bjartara þegar hann er. Til dæmis þá sé ég manninn sem ber út Fréttablaðið mun betur þegar það er snjór... Hann klæðist dökkum fötum, ber engin endurskinsmerki, gengur oft á miðri götunni og í tvígang hef ég verið nálægt því að keyra á hann í því kolsvartamyrkri sem er þegar snjóinn vantar.
Annars finnst mér alveg hrikalega erfitt að vakna á morgnana núna, verð sjálfsagt að vera duglegri að sitja í dagsljósslampanum mínum - eða fara fyrr að sofa á kvöldin...
Annars finnst mér alveg hrikalega erfitt að vakna á morgnana núna, verð sjálfsagt að vera duglegri að sitja í dagsljósslampanum mínum - eða fara fyrr að sofa á kvöldin...
sunnudagur, 2. desember 2007
Annað blogg fyrir Hrefnu ...
Já, það þarf víst ekki mikla glöggskyggni til að sjá að ég er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana. Andinn einhvern veginn ekki yfir mér. Þannig að þetta verður bara svona í punktaformi:
- Við Valur og Ísak skárum út + bökuðum laufabrauð ásamt Sunnu, Kidda og börnum á föstudagseftirmiðdag, og gekk það bæði hratt og vel fyrir sig. Á sama tíma var Andri að skemmta sér á árshátíð MA.
- Svo hjálpuðumst við Valur að við að þvo glugga í eldhúsi og stofu á laugardaginn og hengdum upp jólagardínur og jólaljós í gluggana í stofunni. Mér leið strax betur að því loknu og fannst ég ekki jafn léleg húsmóðir og áður.
- Það hefur verið nóg að gera í vinnunni að undanförnu og greinilegt að fleiri leggja leið sína í Potta og prik heldur en fyrir ári síðan, sem er afar jákvætt og skemmtilegt.
- Leiðinda kvefpesti hefur verið að angra heimilisfólk hér undanfarið, fyrst var ég veik, svo Valur og loks Andri. Svo hafa magaverkir verið að herja á karlpeninginn en ég hef sloppið við þá, sem betur fer.
- Kettirnir hafa sloppið við veikindi og sofa stóran hluta sólarhringsins, eins og þeirra er vani á þessum árstíma.
- Ég er að reyna að bæta þolið með því að synda spretti í morgunsundinu, með þeim árangri að tveir karlmenn hafa talað um það að þeir vildu ekki etja kappi við mig í lauginni (hehe) því ég fari svo hratt... Ég segi þeim að ég sé bara svona hraðskreið með blöðkurnar en finnst hólið ekki slæmt ;-)
- Við Valur og Ísak skárum út + bökuðum laufabrauð ásamt Sunnu, Kidda og börnum á föstudagseftirmiðdag, og gekk það bæði hratt og vel fyrir sig. Á sama tíma var Andri að skemmta sér á árshátíð MA.
- Svo hjálpuðumst við Valur að við að þvo glugga í eldhúsi og stofu á laugardaginn og hengdum upp jólagardínur og jólaljós í gluggana í stofunni. Mér leið strax betur að því loknu og fannst ég ekki jafn léleg húsmóðir og áður.
- Það hefur verið nóg að gera í vinnunni að undanförnu og greinilegt að fleiri leggja leið sína í Potta og prik heldur en fyrir ári síðan, sem er afar jákvætt og skemmtilegt.
- Leiðinda kvefpesti hefur verið að angra heimilisfólk hér undanfarið, fyrst var ég veik, svo Valur og loks Andri. Svo hafa magaverkir verið að herja á karlpeninginn en ég hef sloppið við þá, sem betur fer.
- Kettirnir hafa sloppið við veikindi og sofa stóran hluta sólarhringsins, eins og þeirra er vani á þessum árstíma.
- Ég er að reyna að bæta þolið með því að synda spretti í morgunsundinu, með þeim árangri að tveir karlmenn hafa talað um það að þeir vildu ekki etja kappi við mig í lauginni (hehe) því ég fari svo hratt... Ég segi þeim að ég sé bara svona hraðskreið með blöðkurnar en finnst hólið ekki slæmt ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)