sunnudagur, 22. apríl 2007

Daðrað við hollustu og heilbrigt líferni

Já, ég held áfram að reyna að koma mér í betra form og hrista af mér vetrarslenið. Er búin að kaupa inn ávexti í stórum stíl og blanda mér ávaxta"hristing" á hverjum degi með hjálp töfrasprota frá Magimix. Komst nefnilega einhvern tímann að því að maður kemst yfir að borða miklu meira magn af ávöxtum ef þeir eru maukaðir. Svo er markmiðið að auka sundið úr 30 ferðum í 40 og vera dugleg að fara út að ganga og hjóla. Við hjónakornin drifum okkur út í Kjarnaskóg í gærkvöldi og gengum einn hring (2,2 kílómetrar er kannski ekki svo mikið en allt er betra en ekkert) og vorum svo komin í sund klukkan hálf níu í morgun, með hinu "gamla" fólkinu. Vinnu sinnar vegna þekkir Valur annan hvern karlmann sem kominn er yfir sjötugt (hér á Akureyri) og þeir nýta tækifærið þegar þeir rekast á hann í sundinu, segja honum hvernig heilsan er og biðja hann um að hringja inn endurnýjun á lyfseðli í apótekið. Þessu tekur minn maður með stóískri ró og hefur sjálfsagt lúmskt gaman af ;-)

Engin ummæli: