mánudagur, 13. febrúar 2006

Í einskismannslandi

Ég er í einhverju undarlegu ástandi þessa dagana - veit varla hvort ég er að koma eða fara einhvern veginn.... Hef of mikið að gera í vinnunni, er búin að vera með einhverja skítapesti í nærri heilan mánuð sem ég bara næ ekki að hrista af mér þrátt fyrir góðan vilja, kemst ekki yfir að vinna ákveðið verkefni sem ég tók að mér og er komin með hörmulega slæma samvisku í kjölfarið, vantar jarðtengingu en vantar líka að geta sleppt mér aðeins lausri (bara njóta þess að vera til, án allra kvaða) - held ég hætti þessari upptalningu áður en ég æri lesendur þessarar síðu.

Fór með mínum ektamanni í bíó í síðustu viku og þar sáum við myndina um Johnny Cash. Þetta var afar skemmtileg kvöldstund og vel hægt að mæla með myndinni (kannski samt æskilegt að hafa gaman af sveitatónlist). Það hlýtur að vera ánægjulegt að búa yfir svona miklum hæfileikum - og geta nýtt sér þá. Johnny lét á það reyna og náði árangri - á meðan margir aðrir guggna bara og prófa ekki einu sinni...

Engin ummæli: