Mig langar að byrja að blogga aftur. Það var hluti af lífi mínu í þónokkur ár og mér finnst svo gott að koma hugsunum mínum "á blað" og hreinsa þannig til í höfðinu á mér.
Á sama tíma þá er einhver bremsa komin á mig sem var ekki áður. Ótti við að berskjalda mig? Ótti við höfnun? Kannski er ég bara hrædd við að sjá hvað kemur út þegar ég opna fyrir "flóðgáttirnar"?
En nú hef ég sett mér það markmið að blogga í 100 daga á árinu 2021 - það eina sem ég hef ekki ákveðið er hvort þessir 100 dagar eiga að vera í röð eða hvort þetta mega vera 100 bloggfærslur alls á árinu.