Ég var að vinna í dag, en fyrst náði ég því að fara með Val yfir á Svalbarðsströnd í ca. klukkutíma eða ríflega það. Mér finnst alveg ótrúlega gott að fá súrefni og vera við sjóinn, það hefur svo góð áhrif á mig. Tók einhverjar myndir líka en það var nú eiginlega aukaatriði í þessu samhengi. Og þó, gott að geta sameinað útiveru og áhugamál. Eins og sést á þessari mynd þá var ekkert alltof bjart, en það var að birta yfir þegar við þurftum að fara. Vitinn stendur samt alltaf fyrir sínu sem ljósmyndaefni.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný