Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 24. febrúar 2008

Eplabaka fellur í kramið

Valur var svo framtakssamur að baka eplaböku með kaffinu í dag. Bakan var mjög góð en engu að síður var stærstur hluti hennar eftir þegar við hjónin vorum búin að gæða okkur á henni. Þá komu Ísak og þrír vinir hans til skjalanna og gerðu bökunni góð skil. Eins og sjá má er ekki mikið eftir núna. Og þeir voru meira að segja svo duglegir að setja óhreina leirtauið í eldhúsvaskinn á eftir :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný