Smásögur / Ljóð

föstudagur, 1. febrúar 2008

Blindbylur og 10 stiga frost

varð til þess að ég nennti ekki að fara í sund í dag. Er greinilega ekki meiri sundfíkill en það... :-) Var komin með sunddótið í bílinn og að keyra Andra í skólann þegar veðrið snarversnaði allt í einu, svo ég ákvað að vera bara löt í dag og sleppa sundinu.

Ísak heldur áfram að vera eitthvað skrýtinn, ég þurfti að sækja hann í skólann í gær því þá var hann með dúndrandi höfuðverk, óglatt og kaldsveittur og kennaranum hans leist ekkert á blikuna. Ógleðin leið reyndar hjá í gær en höfuðverkurinn var viðvarandi og líka í morgun þegar hann vaknaði, svo ég leyfði honum að sofa áfram. Sendi hann nefnilega af stað í skólann í gær þó hann kvartaði um höfuðverk, svo ég hafði ekki brjóst í mér til að endurtaka þann leik. Svo hefur hann heldur ekki neina skó að fara í því kuldaskórnir hans voru horfnir í gær þegar ég var að sækja hann í skólann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný