Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 31. janúar 2008

Snjór, snjór, snjór

Já, það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum Akureyringum að það snjóaði bara töluvert í nótt. Ég lét það ekkert á mig fá og fór í sundið eins og venjulega. Viðurkenni samt að það hvarflaði að mér þegar ég gekk (í snjókófinu) frá bílnum og inn í laug, að ég væri sennilega hálfgerður sundfíkill úr því ég nennti að leggja þetta á mig. Komst að því inni í búningsklefanum að ég er þá alls ekki eini sundfíkillinn á svæðinu því flestar af fastakonunum voru mættar. Ein þeirra hafði reyndar lent í miklum hrakningum á leiðinni og fest bílinn svo rækilega að það tók hana 45 mínútur að komast utan úr þorpi og að sundlauginni. Þegar ég var búin í sundinu blés ég hárið á mér eins og venjulega og greiddi mér voða fínt (greiðslan tókst sem sagt alveg sérlega vel í dag) en eftir að hafa sópað af bílnum og mokað frá bílskúrnum heima þá var hárgreiðslan fokin út í veður og vind. Svo setti ég á mig húfu þegar ég fór í vinnuna því ég vissi að mín biði það verkefni að moka frá gangstéttinni fyrir framan verslunina - og þegar húfan var búin að sitja ofan á röku hárinu í smá stund - tja, þá var ekki mikið eftir af fínu hárgreiðslunni...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný