Ég tók myndavélina með mér í vinnuna í dag og smellti af nokkrum myndum eftir vinnu um tvöleytið. Var reyndar að flýta mér heim í kaffi með bóndanum, svo ég pældi nánast ekkert í myndbyggingu eða öðru. Steingleymdi t.d. að ég væri með zoomlinsu...
Já, á meðan ég man, Ísak er allur að hressast og orðinn sjálfum sér líkur á ný. Fór meira að segja út að leika sér í frostinu í gærkvöldi og á fótboltaæfingu í dag, þannig að okkur foreldrunum er mikið létt :-)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný