Það má eiginlega segja að himininn hafi staðið í ljósum logum seinni part laugardagsins. Samspil vindsins, skýjanna og sólarinnar sem var að setjast bjó til hinar ótrúlegustu myndir sem breyttust í sífellu. Hér er aðeins eitt sýnishorn. Líklega hefði ég þurft að vera með þrífót til að geta gert þessu almennileg skil.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný