Við Valur erum að fara suður seinni partinn á morgun og til Berlínar snemma á fimmtudagsmorguninn. Eins og það sé ekki nógu spennandi eitt og sér, þá er Ísak búinn að æla þrisvar núna í kvöld og stóra spurningin hvort þetta er eitthvað tilfallandi eða meiriháttar æluveiki. Í viðbót þá er ég með bólgið hægra hné en eins og allir vita þá fer maður ekki í borgarferð nema vel skóaður og helst með heila limi því mikið er gengið. Annað mál er einnig í deiglunni núna sem ekki er hægt að ræða um á blogginu (að svo stöddu) sem veldur töluverðri streitu þessa dagana, svo það er sem sagt mikið fjör. Verður maður ekki bara að trúa því að allt fari á besta veg?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný