Smásögur / Ljóð

laugardagur, 20. október 2007

Þegar unglingurinn var spurður

hvort hann væri búinn að laga til í herberginu sínu, svaraði hann: "svona 70%". Þetta svar kom í kjölfarið af nýrri reglu sem mamman á heimilinu kynnti til sögunnar í dag, að á laugardögum skyldi lagað til... Já, og vel að merkja var unglingurinn kominn út á tröppur, á leið út í bíl, þegar hann var spurður þessarar spurningar. Þegar mamman situr svo í herberginu hans og er að blogga, lítur hún í kringum sig og hennar mat á tiltektinni er að hann hafi lagað til ca. 60%. Það fer víst ætíð eftir sjónarhorninu hverju sinni fólk metur hlutina... :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný